Þetta kemur fram í aðsendri grein frá íslenskum eldri borgara á vef héraðsfréttamiðilsins Trölla. Í grein sinni bendir viðkomandi á að kjörin séu langt undir lágmarksframfærslu og bendir á að eldri borgarar þurfi stundum að kyngja stoltinu og leita aðstoðar til að ná endum saman.
Í greininni segir viðkomandi að hann hafi orðið fyrir slysi á unglingsárunum sem gerði honum ókleift að stunda hefðbundna launavinnu. Hann hafi ekki getað safnað sér neinum varasjóði til elliáranna og þurfi því alfarið að reiða sig á ellilífeyri frá ríkinu.
Hann fagnar nýjum breytingum á örorku- og endurhæfingarkerfinu og kveðst vona að þeir verði árangursríkar og réttlátar. Hann saknar hins vegar sambærilegum aðgerðum til að bæta stöðu eldri borgara hér á landi.