fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. september 2025 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri borgari sem hefur aðeins 306.778 krónur til framfærslu á hverjum mánuði segir að staðan sé þung og tekjurnar dugi ekki til að lifa af.

Þetta kemur fram í aðsendri grein frá íslenskum eldri borgara á vef héraðsfréttamiðilsins Trölla. Í grein sinni bendir viðkomandi á að kjörin séu langt undir lágmarksframfærslu og bendir á að eldri borgarar þurfi stundum að kyngja stoltinu og leita aðstoðar til að ná endum saman.

Í greininni segir viðkomandi að hann hafi orðið fyrir slysi á unglingsárunum sem gerði honum ókleift að stunda hefðbundna launavinnu. Hann hafi ekki getað safnað sér neinum varasjóði til elliáranna og þurfi því alfarið að reiða sig á ellilífeyri frá ríkinu.

Hann fagnar nýjum breytingum á örorku- og endurhæfingarkerfinu og kveðst vona að þeir verði árangursríkar og réttlátar. Hann saknar hins vegar sambærilegum aðgerðum til að bæta stöðu eldri borgara hér á landi.

Umfjöllun Trölla má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play segir upp 20 starfs­mönn­um

Play segir upp 20 starfs­mönn­um