fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Bubbi segir samfélagið í hættu ef Snorri er framtíðarrödd Miðflokksins – „Torfbær í jakkafötum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. september 2025 21:30

Bubbi hjólar í Snorra eftir hinn umdeilda Kastljósþátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, vera boðbera afturhalds og myrkurs. Samfélagið sé í hættu ef þetta sé það sem Miðflokkurinn ætli að bjóða upp á til framtíðar.

Orðræða Snorra Mássonar gagnvart hinsegin fólki í Kastljósi hefur vakið litla kátínu. Hafa margir stigið fram og gagnrýnt hann harkalega en fáir komið honum til varnar. Bubbi Morthens er einn af þeim sem líkar ekki framferði Snorra.

„Ungur, gramur, fullur af fordómum endurtekur hann: Ég er fórnarlamb! Þetta er Miðflokkurinn. Snorri er torfbær í jakkafötum. Hversu sorglegt getur fólk orðið?“ spyr Bubbi í færslu á samfélagsmiðlum.

Segist hann hafa séð þessa skugga áður, heyrt þetta allt áður, alla frasana.

„Snorri er fulltrúi óttans sem hlustar ekki heldur hrifsar af þér orðið í þeirri vissu að hann viti betur, fórnarlambið sem hann er. Þetta hefði getað verið árið 1939 – 1950 – 1960 þar sem hann stóð í sjónvarpinu, boðberi afturhalds og myrkurs,“ segir hann. „Þeir sem telja sig gáfaðri en þeir eru og komast í valdastöðu í alvöru eru þeir sem við eigum að varast því þeir eru þarna mitt á milli heimskunnar og meðalmennskunar. Það er fólkið sem gerir mestan skaða.“

Trump sé besta dæmið um þetta.

„Ef þetta er það sem Miðflokkurinn býður upp á sem rödd framtíðarinnar þá er landið og samfélagið í hættu,“ segir Bubbi.

Það sé til fólk sem tali svona sína á milli en þegar þú sért orðinn þingmaður með öllu því valdi sem því fylgir þá fari allar bjöllur að hringja.

„Fórnarlambið Snorri er torfbær í jakkafötum sem heldur að hann sé amerísk villa – sem er allt í lagi, það eru allir með drauma og hellingur með drauga, en það er sjaldgæft nema kannski á miðilsfundum að sjá alvöru draug taka til máls og ráðast á fólk í beinni sjónvarpsútsendingu líkt og alþjóð varð vitni að,“ segir Bubbi að lokum. „Snorri draugur hefur verið vakinn upp og hvað var það sem vakti hann? Jú, óttinn við kærleikann, ástina og mildina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“