fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. september 2025 19:51

Bjarki Steinn tjáir sig um þau skilaboð sem Snorri Másson sendi í Kastljósi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Steinn Pétursson, sem er trans, segir þau skilaboð sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, sendir séu skaðleg. Hann hafi sjálfur kynnst miklum erfiðleikum, sjálfshatri, afneitun og sjálfsvígstilraunum.

„Ég þarf ekki að horfa á Kastljós til að skilja þann skaða sem skilaboð Snorra valda. Ég var sjálfur barn og unglingur í heimi sem reiknaði ekki með tilvist minni og taldi fólk eins og mig vera brenglaða kynvillinga. Fólk sem, í besta falli, var gert að athlægi en oftar stimplað sem pervertar sem ætti að vara sig á og vernda börn frá,“ segir Bjarki Steinn í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Ég ólst upp við hugmyndina að fólk eins og ég væri annaðhvort ekki til eða þá ekkert annað en sjúk „hugmyndafræði“ veikra einstaklinga sem réttast væri að útrýma úr samfélaginu.“

Þetta hafi bein og hættuleg áhrif á fólk. Því hafi Bjarki Steinn kynnst.

„Enginn þarf að útskýra fyrir mér hversu mikill skaði hlýst af þessum viðhorfum. Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun og löng tímabil af einangrun og ótta við sannleikann um sjálfan mig,“ segir Bjarki Steinn.

Í dag séu sjö ár síðan transferlið hófst og Bjarki Steinn gat stigið fram í dagsljósið. Það hafi tekist með djúpri og sársaukafullri sjálfsvinnu, í stórum og smáum skrefum.

„Ég get sagt ykkur frá svo mörgum, mörgum dögum þar sem ég hef faðmað sjálfan mig og horft brosandi í spegilinn. Ég á mörg og svo óteljandi mörg augnablik þar sem ég hef grátið af gleði yfir því að vera til, og yfir því að hafa ekki gefist upp,“ segir Bjarki Steinn. „Höfum hátt um kærleikann og leyfum óttanum ekki að sigra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið
Fréttir
Í gær

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa
Fréttir
Í gær

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”