fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. september 2025 08:00

Þorlákshöfn. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fertugur maður varð fyrir hrottalegri og ofsafenginni árás á heimili sínu í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. Tilefni árásarinnar var það eitt, að sögn móður mannsins, að hann bað gestkomandi um að fara vegna þess að hann þyrfti að fara snenma að sofa því hann ætlaði að hjálpa vinafólki sínu á Eyrarbakka morguninn eftir og þyrfti að vakna snemma.

Móðir mannsins heyrði fyrst um árásina í stuttri útvarpsfrétt á föstudaginn. Þar kom fram að snákur hefði verið haldlagður vegna málsins og þar sem konan þekkir til snáks í eigu sonar síns áttaði hún sig á því að þetta gæti varla verið einhver annar. „Klukkan tíu eða ellefu á föstudagsmorguninn, þá var ég að hlusta á útvarpið. Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn,“ segir hún í viðtali við DV. Hún þekkir enda vel til snáksins: „Þetta er falleg lítil slanga, meinlaus.“

Í frétt mbl.is um málið á föstudag segir:

„Einn er í haldi lög­regl­unn­ar á Suður­landi eft­ir lík­ams­árás í Þor­láks­höfn í nótt. Í aðgerð lög­regl­unn­ar var snák­ur gerður upp­tæk­ur á vett­vangi og var hon­um komið til eyðing­ar í sam­starfi við dýra­lækni.

Að sögn Garðars Más Garðars­sonar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Suður­landi, var um al­var­lega lík­ams­árás að ræða en fórn­ar­lambið er þó ekki í lífs­hættu. Hann seg­ir að málið sé til rann­sókn­ar og gist­ir árás­armaður­inn í fanga­geymslu.“

Að sögn móður árásarþolans var manninum sleppt eftir skýrslutöku á föstudag. Hún segir hann hins vegar hafa verið handtekinn aftur á Selfossi um kvöldið vegna óspekta þar.

Braut sjónvarpið á höfði hans

„Hann kom þarna til hans í heimsókn og þeir voru að drekka bjór. Svo vildi sonur minn að maðurinn færi því hann þurfti að vakna snemma morguninn eftir og fara til Eyrarbakka að hjálpa vinafólki sínu. Maðurinn vildi ekki fara og þegar sonur minn sneri frá honum tók maðurinn hann hálstaki þannig að hann hálfmissti meðvitund, eða lyppaðist niður. Síðan tók maðurinn sjónvarpið og henti því í höfuðið á honum. Stappaði síðan á honum og sparkaði í hann. Niðurstaðan er sú að sonur minn er með annað kinnbeinið brotið, er nefbrotinn, fingurbrotinn og rosalega marinn í andliti. Hann gat ekki opnað annað augað fyrr en seinni partinn í gær,“ segir móðirin.

„Þeim brá þegar hann kom til dyra og þeir sáu hvað hann var slasaður“

Konan segir að maðurinn hafi verið handtekinn skömmu síðar en hún áttar sig ekki á því hver gæti hafa hringt á lögregluna því ekki hafi sonur hennar verið í neinu ástandi til þess.

„Maðurinn fór af vettvangi og sparkaði í einhverja bíla í nágrenninu. Síðan handtók lögregla hann og þá brá svo við að hann sagðist sjálfur hafa orðið fyrir líkamsárás og vildi þá meina að sonur minn hefði ráðist á hann. Lögreglan fór þá með hann að heimili sonar míns og ætlaði að handtaka son minn. Þeim brá þegar hann kom til dyra og þeir sáu hvað hann var slasaður. Þeir handtóku árásarmanninn og hringdu á sjúkrabíl sem flutti son minn á bráðamóttökuna á Selfossi.“

Mennirnir tveir eru báðir á ofanverðum fertugsaldri. Móðirin segir að sonur hennar gæti þurft að fara í tvær aðgerðir, á fingri og nefi. Fer hann í skoðun á Borgarspítalanum á fimmtudag. Aðspurð hvort hann þurfi mögulega að glíma við varanlegar afleiðingar af höfuðáverka segir hún:

„Maður vonar að hann hafi sloppið. En fólk er enn í hálfgerðu áfalli eins og þú getur ímyndað þér og hann er dasaður.“

Hún segir málinu engan veginn lokið:

„Þetta er ekki búið, hann kærir þetta auðvitað því það er ekki hægt að koma mönnum upp á svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Í gær

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“
Fréttir
Í gær

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“