fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. september 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. ágúst síðastliðinn var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem ákærður er fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni, stórfellt brot í nánu sambandi og vörslu barnaníðsefnis.

Maðurinn, sem er að nálgast þrítugt, á nokkuð langan sakaferli að baki og samkvæmt heimildum DV stríðir hann við geðræn vandamál. Í ákæru er hann sagður hafa í ótilgreindan fjölda skipta frá árinu 2020 og fram til ársins 2023 misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlku sem var á aldrinum tveggja til fimm ára á þessu tímabili. Hafi hann ítrekað og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð barnsins með því að „snerta kynfæri hennar með fingrum sínum og hafa við hana önnur kynferðismök en samræði með því að setja fingur í leggöng hennar“.

Mikið barnaníðsefni

Maðurinn er auk þess sakaður um að hafa haft í fórum sínum töluvert magn af barnaníðsefni sem fannst við húsleit á heimili hans. Er þar um að ræða 330 ljósmyndir og 53 kvikmyndir sem sýna börn nakin og á kynferðislegan hátt. Fannst þetta efni á fartölvu mannsins sem lögregla haldlagði.

Einnig er hann ákærður fyrir að hafa haft á USB-lykli, sem einnig var haldlagður, eina ljósmynd og 131 kvikmynd sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ennfremur sex ljósmyndir af sama tagi, þrjár á hvorri tölvunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Móðir stúlkunnar krefst miskabóta fyrir hennar hönd að fjárhæð fjórar milljónir króna.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila