fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. ágúst 2025 15:24

Bríet Irma í peysu sem hún prjónaði sjálf, enda listakona í handverki. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bríet Irma Ómarsdóttir lést 24. ágúst síðastliðinn, en hún hefði orðið 25 ára 2. nóvember. Bríet skilur eftir sig þriggja ára dóttur, foreldra og stjúpmóður, fjórar alsystur og tvær stjúpsystur, auk fleiri ástvina. Bríet Irma bjó ásamt dóttur sinni hjá móður sinni, Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, sóknarpresti Austfjarðaprestakalls, á Fáskrúðsfirði.

Minningarathöfn var haldin í Fáskrúðsfjarðarkirkju í gær, fimmtudaginn 28. ágúst. Var hún vel sótt af ástvinum Bríetar Irmu og báru margir prjónaðar peysur á herðum sér, en Bríet Irma var annáluð handavinnukona og bera verk hennar þess vel merki.

Bríet Irma tók eigið líf og segir tvíburasystir hennar, Marín Ösp, systur sína hafa verið í stöðugri baráttu við eigin sjálfsmynd og hugsanir, frá unga aldri hafi hún glímt við andleg veikindi og síðar fíknivanda. Á sama tíma hafi Bríet Irma leitað að bata og betri líðan. Marín Ösp segir kerfið ekki hafa hjálpað systur henni að ná bata; biðlistar, skortur á úrræðum, óaðgengileg þjónusta hafi gert veikindin þyngri og einmanalegri.

Systurnar Bríet Irma og Marín Ösp.

Marín Ösp segir í samtali við DV að fjölskyldan vilji þakka samfélaginu fyrir austan og öllum fyrir hlýjar kveðjur og stuðning á þessum erfiða tíma.

„Við viljum benda fólki sem vilja minnast Bríetar á framtíðarsjóð dóttur hennar:
Kennitala: 020921-4390
Reikningsnúmer 0123-18-206962“

Í færslu sem Marín Ösp skrifar á Facebook og gaf DV leyfi til að birta bendir hún á þá óhugnanlegu staðreynd að 40-50 einstaklingar hérlendis taki eigið líf á hverju ári. Spyr hún hvað þurfi til áður en stjórnvöld vakna og hversu mörgum lífum þurfi að fórna áður en kerfið vaknar.

„Bríet var ekki sjúklingur á biðlista. Hún var ekki mál í kerfinu. Hún var manneskja með drauma, vonir og þrá. Hún var systir, hún var móðir, hún var dóttir og hún var vinkona. Og nú er hún farin. Ég vil ekki að hún verði bara ein í röð talna um sjálfsvíg. Ég vil að saga hennar verði hvatning til vitundarvakningar. Að hún verði áminning um að hér þurfi aðgerðir!!“

Marín Ösp segist ekki vilja fleiri áætlanir eða skýrslur, heldur þurfi raunveruleg úrræði, fagfólk og stuðning fyrir þá sem glíma við geðrænan vanda.

„Bríet var ljós í lífi okkar allra. Ljós sem lýsti bjart en dofnaði allt of fljótt. Hún átti betra skilið, og dóttir hennar á betra skilið. Við skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu, að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi.“

Marín Ösp segir ástvini systur sinnar ekki breytt því sem gerðist, en hægt sé að breyta því sem tekur við. Byggja verði upp þjónustu sem grípur einstaklinga áður en of seint er.

„Við verðum að tryggja að önnur fjölskylda þurfi ekki að ganga í gegnum það sem við erum að ganga í gegnum. Í minningu hennar vil ég vitundarvakningu, breytingar og krefst þess að kerfið fari að virka fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda.“

DV vottar ástvinum Bríetar Irmu innilega samúð og bendir aftur á framtíðarreikning sem er á nafni dóttur hennar, Atalíu Arkar Svavarsdóttur:

Kennitala: 020921-4390
Reikningsnúmer 0123-18-206962

Hér er færsla Marínar Aspar í heild sinni:

„Elsku tvíburasystir mín, Bríet Irma er farin frá okkur. Hún var aðeins 24 ára, björt, falleg og með einstakan hlátur sem fyllti hvert herbergi. Hún hafði mikla réttlætiskennd og ótrúlega hæfileika. Hún var skapandi, skemmtileg og gefandi manneskja. Hún var líka móðir. Elsku Atalía Örk, þriggja ára gömul situr nú eftir án mömmu sinnar. Það tómarúm sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt.
Bríet var í stöðugri baráttu við eigin sjálfsmynd og hugsanir. Hún glímdi við andleg veikindi frá ungum aldri og síðar fíknivanda, en á sama tíma var hún í leit að bata og betri líðan. Biðlistar, skortur á úrræðum, óaðgengileg þjónusta var allt sem gerði veikindin þyngri og einmannalegri. Þegar við reyndum að berjast fyrir henni var okkur ítrekað vísað á milli, eins og ábyrgðin væri alltaf annars staðar. Það endaði með þessari hörmulegu niðurstöðu.
Á Íslandi taka 40–50 manns eigið líf á hverju ári. Tíðnin er hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Á Austurlandi, þar sem hún bjó, er geðheilbrigðisþjónusta takmörkuð, fáir fagaðilar til staðar og engin sérhæfð úrræði fyrir ungt fólk. Það er óhugnanlegt að í samfélagi sem á að státa sig af velferð, sé þessi lífsnauðsynlega þjónusta svona veikburða.
Hvað þarf að gerast áður en stjórnvöld bregðast við?
Hversu mörg líf þurfa að tapast áður en kerfið vaknar?
Bríet var ekki sjúklingur á biðlista. Hún var ekki mál í kerfinu. Hún var manneskja með drauma, vonir og þrá. Hún var systir, hún var móðir, hún var dóttir og hún var vinkona. Og nú er hún farin. Ég vil ekki að hún verði bara ein í röð talna um sjálfsvíg. Ég vil að saga hennar verði hvatning til vitundarvakningar. Að hún verði áminning um að hér þurfi aðgerðir!!
EKKI fleiri áætlanir, EKKI fleiri skýrslur, heldur raunveruleg úrræði, fagfólk og stuðningur fyrir þá sem glíma við geðrænan vanda.
Bríet var ljós í lífi okkar allra. Ljós sem lýsti bjart en dofnaði allt of fljótt. Hún átti betra skilið, og dóttir hennar á betra skilið. Við skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu, að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi.
Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst. Við verðum að byggja upp þjónustu sem grípur áður en of seint er. Við verðum að tryggja að önnur fjölskylda þurfi ekki að ganga í gegnum það sem við erum að ganga í gegnum.
Í minningu hennar vil ég vitundarvakningu, breytingar og krefst þess að kerfið fari að virka fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda.
Elsku Bríet þú snertir hjörtu svo margra og þín verður saknað á hverjum degi.
Við viljum benda fólki sem vilja minnast Bríetar á framtiðarsjóð dóttur hennar:
Kt. 020921-4390

Reikningsnr. 0123-18-206962
Einnig þakka samfélaginu og öllum fyrir hlýjar kveðjur og stuðning á þessum erfiðum tímum.“

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“