fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 08:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú þríf­ur þig ekki þá ertu að bera bakt­erí­ur út í sund­laug­ina,“ seg­ir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í frétt blaðsins er fjallað um slæmar niðurstöður sem fengust úr eftirliti og sýnatökum í sundlaugum á Suðurlandi. Fram kemur að þegar hafi tveimur köldum pottum verið lokað, annars vegar á Hvolsvelli og hins vegar í Hveragerði. Ekki sé bara um kalda potta að ræða því einnig séu dæmi um slæmar niðurstöður þegar kemur að sundlaugum.

Sigrún segir þörf á vitundarvakningu og að ekki sé bara hægt að kenna útlendingum um. Íslendingar beri líka ábyrgð. „Ein­hverj­ir eru jafn­vel ný­komn­ir úr rækt­inni og fara bara beint ofan í sund­laug­ina. Það er ekki sniðugt. Ef þú þríf­ur þig ekki þá ertu að bera bakt­erí­ur út í sund­laug­ina,“ seg­ir hún.

Varðandi köldu pottana segir Sigrún að yfirleitt sé ekki settur klór í þá. „Um leið og ein­hver kem­ur í pott­inn, sem hef­ur ekki þrifið sig al­menni­lega, þá er hann bú­inn að menga hann,“ segir hún.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið ætli að gefa út grein þar sem fjallað verður um mikilvægi klórs og sótthreinsiefnis í baðvatni. Þá verði landsmenn hvattir til að þrífa sig vel áður en farið er ofan í laugarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“