fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 12:20

Hödd Vilhjálmsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og almannatengill, hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þann 4. september. Sá sem stefnir henni er læknirinn Hörður Ólafsson. Hödd hefur sakað Hörð um að hafa nauðgað sér í tvö aðskilin skipti þegar hún stundaði nám í lögfræði við Háskóla Íslands.

Sjá einnig: Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Í færslu á Facebook greinir Hödd frá að Hörður stefni henni fyrir ærumeiðingar og krfjist þess að ummæli hennar verði gerð dauð og ómerk, tveggja ára refsingar fyrir, 5 milljóna í miskabætur og 3 milljónir til að greiða fyrir birtingu dómsins í fjölmiðlum.

„Á dögunum afhenti afskaplega almennilegur stefnuvottur mér stefnu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. september. Sá sem stefnir er Hörður Ólafsson og þó ég hélt ég myndi nú aldrei hrósa honum þá verð ég nú að segja að það kom mér skemmtilega á óvart að hann hefði pung í þetta. Litli kallinn fær prik hjá mér fyrir og enn meira prik fyrir að hafa það fyrir aðalkröfu að pistlar mínir er hann varða verði í heild dæmdir dauðir og ómerkir. Mesta prikið fær hann þó fyrir að krefjast þess að ég sitji inni í 2 ár fyrir að segja sannleikann, greiði honum 5 milljónir í miskabætur og til að kóróna sirkusvitleysuna 3 milljónir til að standa straum af birtingu niðurstöðu dómsins í fjölmiðlum. Mér þótti hann nú sjaldan fyndinn en honum tókst árið 2025 að láta mig hlæja.“

Lögmaður er Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður.

Hödd segist hafa verið opin með það að hún hætti fyrst að drekka áfengi 2018 og segist hún hafa verið edrú mestan hluta tímans síðan. 

„Ég hef þrjóskast við á köflum því mér hefur þótt ferlega svekkjandi að hreinlega geta ekki eitthvað og það þá í þessu tilfelli að geta ekki drukkið áfengi. Það er þó orðið kýrskýrt að ég og áfengi verðum ekki frekar samferða í þessu lífi. Í hjarta mínu og í mínum mótþróaraskaða haus er loks sátt um þá niðurstöðu. Ég trúi því að ég hafi þróað með mér alkóhólisma út frá áföllum og sést það skýrt í því að ég tengi áfengi ekki við neitt skemmtilegt heldur hef ég notað það til að deyfa sár sem ég hafði ekki unnið úr. Því sári skilaði ég út kerfinu þann 18. júlí síðastliðinn, þá vel hvítvínslegin. Ég vil þakka hvítvíninu fyrir samfylgdina og þrátt fyrir að það hafi stundum lækkað greindarvísitölu mína undir frostmark þá gaf það mér í kveðjugjöf styrk eða kannski nógu mikið kæruleysi til að skella sárinu í status og negla honum inn í lokaðri færslu á Facebook. Því sé ég alls ekki eftir og stend ennþá gallhörð við það sem ég skrifaði því ég veit að það er sannleikurinn.“

Hödd segist nú hafa verið edrú í 41 dag og þeim megin í lífinu ætli hún að vera. 

„Ég stend keik og mæti vitleysu Harðar Ólafssonar og er stolt af því að hafa loksins gert það sem ég þurfti til að fá frið í hjartað mitt. Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum en ef svo ólíklega vill til að hann gerir það ekki þá tek ég glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði á meðan ég sit inni. Ég vonast til þess að fangagallinn þar sé appelsínugulur því þó ég segi sjálf frá þá er ég bara sjúklega sæt í órange, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum