DV fjallaði til dæmis í gær um skrif sem birtust í staksteinum Morgunblaðsins þar sem Guðmundur Ingi fékk kaldar kveðjur. Sagði höfundur það „algjöra nýlundu“ að stjórnarflokkur skipi ráðherra annars flokks pólitískan gæslumann.
Sjá einnig: Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
„Öllum er ljóst að Ágúst Ólafur, fv. varaformaður Samfylkingar, er yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins, sem hvorki virðist valda né hafa áhuga á viðkvæmum málaflokki grunnskóla,“ sagði meðal annars.
Guðmundur Ingi er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hann útskýrir ráðninguna og segir ekkert óeðlilegt við hana. Þannig hafi þeir Ágúst Ólafur unnið vel saman þegar Guðmundur Ingi kom inn á þing á sínum tíma.
„Við studdum hvor annan vel á þeim tíma, ég til dæmis studdi hann eindregið í málefnum fatlaðs fólks og fleiri málum í sambandi við börn. Við bara náðum vel saman og ég þekki hann líka frá fyrri tíð,“ segir hann meðal annars við Morgunblaðið.
Hann gefur lítið fyrir þær vangaveltur sem birtust í staksteinum Morgunblaðsins í gær.
„Nei, ég er að fá öflugan mann inn í öflugan hóp sem fyrir er, til þess að taka á menntamálunum – og ekki veitir af,“ segir hann meðal annars við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.