fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í fyrradag þegar tilkynnt var að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi varaformaður flokksins, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

DV fjallaði til dæmis í gær um skrif sem birtust í staksteinum Morgunblaðsins þar sem Guðmundur Ingi fékk kaldar kveðjur. Sagði höfundur það „algjöra nýlundu“ að stjórnarflokkur skipi ráðherra annars flokks pólitískan gæslumann.

Sjá einnig: Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

„Öllum er ljóst að Ágúst Ólaf­ur, fv. vara­formaður Sam­fylk­ing­ar, er yf­ir­frakki Sam­fylk­ing­ar á ráðherra Flokks fólks­ins, sem hvorki virðist valda né hafa áhuga á viðkvæm­um mála­flokki grunn­skóla,“ sagði meðal annars.

Guðmundur Ingi er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hann útskýrir ráðninguna og segir ekkert óeðlilegt við hana. Þannig hafi þeir Ágúst Ólafur unnið vel saman þegar Guðmundur Ingi kom inn á þing á sínum tíma.

„Við studd­um hvor ann­an vel á þeim tíma, ég til dæm­is studdi hann ein­dregið í mál­efn­um fatlaðs fólks og fleiri mál­um í sam­bandi við börn. Við bara náðum vel sam­an og ég þekki hann líka frá fyrri tíð,“ segir hann meðal annars við Morgunblaðið.

Hann gefur lítið fyrir þær vangaveltur sem birtust í staksteinum Morgunblaðsins í gær.

„Nei, ég er að fá öfl­ug­an mann inn í öfl­ug­an hóp sem fyr­ir er, til þess að taka á mennta­mál­un­um – og ekki veit­ir af,“ seg­ir hann meðal annars við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja