fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 08:00

Helgi Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna er þetta í raun­inni bara ein­hver heppi­leg tylli­á­stæða til að ná sér í fé,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í gær hófst aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða en þrír eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar.

Sjá einnig: Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Lúkas Geir Ingvarsson, einn hinna ákærðu, sagði í vitnastúku í gær að markmiðið með aðgerðinni hafi verið að hitta mann sem héldi að hann væri að fara að hitta stelpu undir lögaldri. Markmiðið væri að spila á skömm viðkomandi og hafa af honum fé gegn því að hann yrði ekki afhjúpaður opinberlega. Aldrei hafi verið ætlunin að þetta færi eins og raun varð.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Helgi segir við Morgunblaðið að tálbeituaðgerðir eins og þessi sem ákært er fyrir séu aðeins skálkaskjól til að ræna og beita ofbeldi.

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um,“ segir Helgi sem veltir fyrir sér hvort ekki hafi verið tekið nógu fast á slíkum tálbeitumálum. Gufunesmálið geti að einhverju leyti verið afleiðing þess.

„Kannski höf­um við ekki sett fót­inn niður og sagt að þetta sé alls ekki rétt­læt­an­legt og alls ekki það sem við eig­um að gera, að taka lög­in í okk­ar eig­in hend­ur,“ seg­ir Helgi á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Sjá einnig: Gufunesmálið:Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Í gær

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“