fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev missti stjórn á sér í gærkvöldi þegar hann mætti Frakkanum Benjamin Bonzi í fyrstu umferð US Open.

Flestir bjuggust við þægilegum sigri Medvedev en annað kom á daginn og hefur hegðun Medeveds meðan að á leik stóð og eftir hann vakið athygli víða.

Í þriðju lotu gerðist ótrúlegt atvik þegar ljósmyndari villtist inn á völlinn um það leyti sem Bonzi átti uppgjöf. Uppgjöf Frakkans mistókst og tók dómarinn þá ákvörðun að leyfa Bonzi að endurtaka hana vegna truflunarinnar frá ljósmyndaranum.

Medvedev var vægast sagt ósáttur við þá ákvörðun, lét dómarann heyra það og ögraði áhorfendum til að baula á dómara leiksins.

„Ertu karlmaður? Af hverju ertu skjálfandi? Hann vill fara heim, krakkar. Hann fær borgað fyrir hvern leik, hann er ekki á tímakaupi,“ sagði Medvedev meðal annars.

Eftir þetta virtist Medvedev vera að ná vopnum sínum en ekki vildi betur til en svo að Bonzi vann oddasettið og þar með leikinn.

Medvedev missti alla stjórn á sér eftir tapið og lét hann reiði sína bitna á tennisspaðanum sínum sem hann mölbraut. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Medvedev hefur áður vakið athygli fyrir furðulega hegðun á tennisvellinum en árið 2019 reif hann handklæði af boltastrák, kastaði spaða í átt að dómara og sýndi honum miðjufingurinn. Fyrir það var hann sektaður um 9.000 dollara. Er talið líklegt að hann fái einnig sekt fyrir uppátæki sín í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu