fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn hefur tekið þá ákvörðun að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað á tollagjöldum.

Í tilkynningu sem Pósturinn sendi frá sér í hádeginu kemur fram að mörg póstfyrirtæki hafi ákveðið að stöðva vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinganna og má þar t.d. nefna PostNord og Austrian Post.

„Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun,“ er haft eftir Þórhildi Ólöfu Helgadóttur, forstjóra Póstsins, í tilkynningunni.

„En við eigum ekki annarra kosta völ eins og staðan er núna. Málið er ákaflega flókið og mörg tækniatriði sem þarf að huga að ef þessar fyrirhuguðu breytingar verða að veruleika 29. ágúst næstkomandi eins og bandarísk stjórnvöld hafa gefið út. Við erum búin að leita allra mögulegra ráða til að leysa þetta en sjáum ekki fram á að það náist fyrir fimmtudaginn. Því var ákveðið að grípa til þess ráðs að loka tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna.“

Þórhildur segir að Pósturinn muni áfram taka við bréfum, skjölum og sendingum til Bandaríkjanna sem innihalda gjafir milli einstaklinga að hámarksverðmæti 100 USD, eða um 12.400 kr. „Við erum á fullu að vinna að því að finna tæknilausn á málinu og upplýsum viðskiptavini okkar um leið og einhverjar breytingar verða.“

Þess má geta að viðskiptavinir Póstsins sem hyggjast senda vörusendingar til Bandaríkjanna áður en fyrirhugaðar breytingar taka gildi þurfa að koma sendingunum í póst fyrir kl. 12:00 mánudaginn 25. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“