fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 14:39

Gerður Magnúsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Skólinn er sá nýjasti í Kópavogi og ellefti grunnskóli bæjarins.

„Það er spennandi að fá að stýra nýjum skóla í Kópavogi, þeim fyrsta sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Ég hlakka til að taka á móti nemendum og vinna með samhentum hópi kennara og starfsfólks Barnaskóla Kársness,“ segir Gerður í fréttatilkynningu.

Gerður hefur starfað í leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi frá árinu 2014, lengst af sem aðstoðarskólastjóri og fjögur ár sem leikskólastjóri. Hún starfaði einnig hjá Landvernd í þrjú ár sem verkefnisstjóri Grænfánaverkefnis skóla. Á árunum 2008-2011 gegndi hún starfi deildarstjóra á leikskólanum Urðarhóli auk þess að starfa í nokkur ár á leikskólum í Noregi meðan hún var búsett þar.

Gerður var ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra Barnaskóla Kársness í febrúar og hefur samhliða gegnt stöðu skólastjóra vegna afleysingar. Hún hefur því unnið ötullega að undirbúningi opnunar nýs skóla í samstarfi við kennara, stjórnendur og annað samstarfsfólk í skólanum.

Gerður lauk M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnana árið 2022 og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum árið 2006 frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið viðbótarnámi í stjórnun þróunarverkefna og menntun yngri barna frá Högskolen í Oslo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“
Fréttir
Í gær

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“