fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Styður vaxandi laxeldi

Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir meðal annars afhendingu á mörkuðum í Frakklandi og Hollandi á þriðjudögum. Nýja tengingin eflir útflutning íslensks sjávarfangs, styður ört vaxandi laxeldi og bætir þjónustu við frystar og saltaðar afurðir.

Hraðari leið fyrir ferskmeti

„Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa verið bæði góð og sterk, þeir sjá mikla möguleika í þessari tengingu sem styrkir ferskfisksflutninga til meginlands Evrópu. Þetta er jákvætt og framsækið skref í þróun þjónustu Eimskips og eflingu tengsla við evrópska markaði í gegnum okkar áreiðanlega siglingarkerfi,” segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip.

Fjórir áratugir í Rotterdam

Skrifstofa Eimskip í Rotterdam hefur starfað frá árinu 1985 og starfsfólkið þar býr yfir víðtækri reynslu í alhliða flutningsþjónustu, tollamálum og áframflutningi. ,,Með þessari viðbót á Gulu leiðinni geta viðskiptavinir, eftir sem áður, treyst á framúrskarandi þjónustu og enn skilvirkari tengingar við lykilmarkaði á meginlandi Evrópu,” segir Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg