fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um aðild að ráni hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ á þriðjudagsnótt. RÚV greinir frá.

Lögregla hafði leitað mannsins, sem er á fertugsaldri, og notið liðsinnis sérsveitar þar sem óttast var maðurinn væri vopnaður. Hann gaf sig síðan fram við lögreglu undir lok gærdags og hefur verið í haldi lögreglu.

Verjandi mannsins, Sveinn Andri Sveinsson, upplýsir í samtali við RÚV að maðurinn neiti aðkomu að hraðbankaráninu.

Maðurinn er einnig grunaður um aðild að tugmilljóna króna ráni úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrra. Það mál er enn í rannsókn.

Fyrr á árinu sat hann í gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins, þar sem maður frá Þorlákshöfn lést eftir misþyrmingar, en hann var ekki ákærður fyrir aðild að því máli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Uppnám á COP30 – Blóðug átök öryggisvarða og mótmælenda

Uppnám á COP30 – Blóðug átök öryggisvarða og mótmælenda
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar