fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 12:28

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem veitti lögreglu heimild til að rannsaka rafrænt efnisinnihald farsíma og fartölvu manns sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn dóttur sinni.

Málið hófst þann 23. maí síðastliðinn þegar dóttirin, sem er á barnsaldri, greindi frá því í skólanum að faðir hennar meiddi hana stundum á kynfærasvæðinu og stingi einhverju inn í kynfæri hennar.

Maðurinn var handtekinn sama dag og lagði lögregla hald á síma hans og tölvu í kjölfarið. Lögreglan fór fram á að fá aðgang að tækjunum með þeim rökum að mikilvæg gögn gætu fundist sem hefðu þýðingu fyrir rannsókn málsins. Héraðsdómur féllst á kröfuna þann 14. ágúst síðastliðinn.

Maðurinn kærði úrskurðinn til Landsréttar sem tók málið fyrir og féll úrskurður í gær. Í honum segir að lögregla hafi ekki sýnt fram á hvernig síminn og tölvan tengist hinu ætlaða broti né hvaða upplýsingar gætu legið þar sem hefðu verulega þýðingu fyrir rannsóknina.

Maðurinn heimilaði ekki aðgang að rafrænu innihalda tölvunnar og símans, meðal annars á þeim forsendum að þar kynnu að vera viðkvæm gögn sem tengjast tilteknum stjórnmálaflokki.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að bæði faðirinn og móðir stúlkunnar hafi sagt í skýrslutökum hjá lögreglu að vegna útferðar hefðu þau þrifið og þurrkað kynfærasvæði stúlkunnar með blautþurrkum og hún ekki verið sátt við það.

Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafi ekki lýst broti af hálfu föður síns í skýrslu í Barnahúsi og ekkert óeðlilegt hafi fundist við læknisskoðun. Lögreglan hafi þó talið nauðsynlegt að kanna hvort tækin innihéldu efni sem tengdist rannsókninni, meðal annars hvort þar kynni að leynast barnaníðsefni, en í úrskurði Landsréttar er bent á að ekkert slíkt sé til rannsóknar í málinu.

Að þessu virtu taldi Landsréttur ekki fullnægjandi forsendur til að heimila rannsókn á tækjunum og var úrskurður héraðsdóms því felldur úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“