Gæsluvarðhald yfir tæplega 22 ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn nemanda á leikskólanum Múlaborg í Ármúla hefur verið framlengt um eina viku, eða til 27. ágúst, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynning um meint brot mannsins barst lögreglu á þriðjudag í síðustu viku og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Brotaþoli hafði áður sagt foreldrum sínum frá brotinu. Samkvæmt heimildum Vísis játaði maðurinn brotið í yfirheyrslu lögreglu.