Í síðasta þættinum er fjallað stuttlega um keppandann Rachel Frederickson sem vann fimmtándu þáttaröðina, en þyngdartap hennar vakti mikinn óhug.
Rachel var 118 kíló þegar hún byrjaði í þáttunum. Hún gerði það skýrt frá upphafi að hún ætlaði að gefa sig alla í þetta og breyta lífi sínu.
Áhorfendur voru í áfalli í lokaþættinum þegar það kom í ljós að Rachel hafði misst um 47 kíló. Hún hafði misst 60 prósent af líkamsþyngd sinni.
Fólk hafði áhyggjur að það væri of mikið en Rachel sagðist vera „mjög stolt af því hvernig ég léttist.“
Eins og fyrr segir vakti málið mikinn óhug og var það ein af ástæðunum fyrir því að þjálfarinn Jillian Michaels hætti í þáttunum eftir tíu ár.
Sjá einnig: Jillian Michaels um af hverju hún hætti í The Biggest Loser – „Ég gat ekki hjálpað þessum krakka“
„Þegar Rachel Fredrickson gekk út á svið, ég hafði ekki séð hana og ekki heldur Bob. Hún var ekki okkar keppandi en ég var að græða á þætti sem var að hvetja til þessarar hegðunar,“ sagði hún. Eftir þetta hætti hún.
Rachel sagði í bréfi sem People birti að henni hefur aldrei fundist hún jafn sterk og þegar hún stóð á sviðinu í lokaþættinum. En sú tilfinning varði stutt. Hún sagði að það hafi verið erfitt að lesa gagnrýnina og alla athugasemdirnar um líkama hennar. „Fólk reyndi að brjóta mig niður og tókst það,“ sagði hún.
Síðan þá hefur Rachel haldið sig frá sviðsljósinu.