fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 12:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldskúrskurð yfir tveimur mönnum sem viðriðnir eru stórt fíkniefnabrot sem varðar vörslu á tæplega 3 kg af MDMA kristöllum og tæplega 1.800 MDMA töflum, en efnin fundust í skrifstofuhúsnæði að Bæjarlind 2 í Kópavogi. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Miðvikudagskvöldið 2. október 2024 komu þrír menn í húsnæðið til að sækja efnin en lögreglan hafði áður skipt kristöllunum út fyrir gerviefni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir öðrum mannanna, sem Landsréttur hefur staðfest, segir:

„Að kvöldi 2. október sl. sá lögregla hvar kærði og tveir samverkamenn hans sóttu meint fíkniefni að […]og sést það vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að hin meintu fíkniefni höfðu verið sótt fóru kærði og samverkamaður hans í bifreið og óku á brott en annar samverkamaður var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt.

Í kjölfarið fór lögregla og handtók kærða og samverkamann hans en þeir voru í bifreið sem stöðvuð varaf lögreglu rétt við […]. Við leit á sakborningum og í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni, þ.e. gerviefnin sem lögregla hafði skipt út fyrir 2.943,38 g af MDMA kristöllum, ásamt töluverðum fjölda af MDMA töflum, 1781 stykki. Lögregla réðst í húsleit á heimili annars samverkamannsins og þar fannst einnig umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lögregla lagði hald á. Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði kærði að eiga umrædd fíkniefni en hann kvaðst hafa verið að skutla vini sínum heim og kvaðst ekki hafa vitað hvað hann var með í fórum sér.“

Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður þrisvar og ávallt haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um efnin. Honum hafa verið sýndar myndir sem sýna hann og samverkamenn hans sækja efnin í Bæjarlind en hann segist ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir voru að ná í. Að mati lögreglu er framburður mannsins einkar ótrúverðugur.

Maðurinn hefur ásamt tveimur öðrum þegar verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot í þessu máli og er málið til meðferðar hjá dómstólum. Er gæsluvarðhaldsins krafist á grundvelli almannahagsmuna þar sem brot mannsins getur varðað allt að 12 ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Er talið að það muni særa réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef hann verður látinn laus á þessu stigi.

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til 16. október. Sjá nánar hér.

Leiðrétting: 

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mennirnir væru ákærðir fyrir innflutning fíkniefna. Það er ekki rætt heldur varðar ákæran vörslu fíkniefna. Beðist er afsökunar á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“