fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 13:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður með íslenska kennitölu, maður frá Dóminíska lýðveldinu og maður frá Spáni, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Eru þeir sakaðir um að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 3 kg af kókaíni frá Spáni til Íslands, en efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi.

Mennirnir eru nokkuð við aldur miðað við það sem algengt er í afbrotum af þessu tagi. Sá sem býr á Íslandi er 63 ára gamall, sá sem er frá Dóminíska lýðveldinu er 56 ára og Spánverjinn er 66 ára gamall.

Mennirnir voru handteknir sunnudaginn 13. apríl er lögreglan stöðvaði bíl þeirra á Kjalarnesi en þeir voru á leiðinni að Gistihúsinu Móum á Akranesi. Þar ætluðu þeir að fjarlægja fíkniefnin úr pottunum og undirbúa söludreifingu þeirra.

Spánverjinn flutti fíkniefnin til Íslands, falin í þremur pottum í ferðatösku, með ferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar 9. apríl. Daginn eftir flutti hann fíkniefnin til Reykjavíkur á gistiheimil í Lágmúla þar sem hann dvaldist. „Íslendingurinn“ sótti hann þangað sunnudaginn 13. apríl og sama dag fékk Spánverjinn 5.000 evrur millifærðar á reikninginn sinn fyrir milligöngu dóminíska mannsins. Sá útvegaði efnin í gegnum óþekktan mann á Spáni og afhenti Spánverjanum þau efni þar í landi föstudaginn 4. apríl. Jafnframt lét hann honum í té leiðbeiningar um ferðatilhögun og meðferð efnannna hér á landi.

Maðurinn sem býr hérlendis kom að skipulagningu verksins meðal annars með því að útvega verkfæri til að losa fíkniefnin úr pottunum og koma þeim í söludreifingu. Hann tók jafnframt 5.000 evrur í reiðufé út úr hraðbanka og greiddi dóminíska manninum 2.000 evrur fyrir sinn hlut í verkefninu.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur næstkomandi föstudag, þann 22. ágúst.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn