Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári. Frá þessu greinir RÚV í frétt fyrir stundu en ástæðan var sú að foreldri barns hafði gert athugasemdir við hegðun hans og sérkennilegt háttalag hans í kringum börn.
Hafi maðurinn til að mynda ekki mátt vera einn með börnum á meðan málið var til skoðunar.
Maðurinn var handtekinn á þriðjudag eftir að foreldri barns á leikskólanum tilkynnti meint brot til lögreglu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn starfað á Múlaborg innan við tvö ár. Hann hefur ekki áður starfað á leikskóla en vann áður í stórmarkaði. Maðurinn er tæplega 22 ára gamall, hann á íslenskan föður og erlenda móður.
Sjá einnig: Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn