fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu og fyrrum lögreglumaður, þekktur sem Biggi lögga, segir að hægt sé að afstýra ótrúlega mörgum kynferðisbrotum á frekar einfaldan hátt, sérstaklega hjá ungu fólki. Birgir Örn starfaði í mörg ár sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild og í ljósi reynslu sinnar deilir hann nokkrum punktum í von um að það geti hjálpað.

„Ég hef unnið mikið með ungu fólki og verið lögreglumaður í mörg ár, þar á meðal rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild. Í ljósi þeirrar reynslu langar til að koma út í kosmósið nokkrum punktum varðandi kynferðisbrot í von um að það geti hjálpað einhverjum.

Það væri í raun hægt að afstýra ótrúlega mörgum kynferðisbrotum, með tilheyrandi sársauka, á frekar einfaldan hátt. Sérstaklega hjá ungu fólki. Það snýst ekki um að fá samþykki í þríriti, undirritað af öllum og foreldrum þeirra eins og sumir grínast með, í ákveðinni alvöru samt.“

Birgir Örn segir í færslu sinni á Facebook að sé staðreynd að í kynferðisbrotamálum stendur svolítið upp á strákana.

„Þeirra ábyrgð er mikil. Vegna líkamlegra burða eru þeir oftast líklegri til þess að hafa undirtökin í líkamlegum samskiptum. Þess vegna langar mig til að koma með nokkrar mikilvægar grunnreglur fyrir stráka þarna úti eða fyrir foreldra og aðra til að ræða við þá. Þetta eru atriði sem geta forðað því að þú sjálfur eða strákurinn þinn sé kærður eða það sem skiptir meira máli, að brotið sé kynferðislega á einhverri manneskju með óafturkræfum afleiðingum. Ég er svo líka með nokkra punkta fyrir stelpurnar.“

Birgir kemur því næst með reglur fyrir strákana:

„-Vertu viss um að hún sé að taka þátt. Spyrðu alltaf ef þú ert ekki viss eða fáðu augljós viðbrögð. „Er allt í lagi?“
-Alls ekki gera ráð fyrir að hún vilji það sama og sú síðasta sem þú varst með. Mörk eru mjög misjöfn. Það sem einni finnst í lagi getur verið kynferðisbrot gegn annarri ef samþykki er ekki til staðar.
-Alls ekki hafa frumkvæði að einhverju eins og kyrkingum eða endaþarmsmökum. Sú sem vill slíkt ætti alltaf að sýna eða segja það að fyrra bragði ef það er eitthvað sem hún vill.
-Hún má hætta við á hvaða tímapunkti sem er og þá verðurðu að hætta. Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda. Hún gengur yfir en kynferðisbrotið lifir alltaf.
-Ekki taka því persónulega ef hún vill ekki það sama og þú, vill hætta eða vill yfir höfuð ekki stunda kynlíf. Það geta verið mjög margar ástæður fyrir því og það er ólíklegt að ástæðan sé þú. Sýndu henni og sjálfum þér þá virðingu að hlusta.“

Birgir Örn kemur næst með ekki síður mikilvæga punkta fyrir stelpurnar:

„-Vertu óhrædd að segja eða sýna ef þú vilt ekki eitthvað. Það eru allar líkur á að hann vilji það miklu frekar en að ganga yfir þín mörk án þess að vita að því.
-Bara eitt „bíddu“, færa sig frá eða færa höndina á honum getur verið nóg. Þá á hann að bakka. Ef þú sýnir ekkert eða segir ekkert þá er alls ekki víst að hann lesi rétt í aðstæðurnar. Ef þú segir eða sýnir eitthvað þá á hann að bakka en ef hann gerir það ekki og þar að leiðandi brýtur á þér ertu líka komin með sterkara mál ef þú kærir.

Og að lokum…..
-Það er aldrei þér að kenna ef brotið er á þér. Aldrei. Sama hvort þú segir ekki eitthvað eða gerir ekki eitthvað. Og þó svo að þú kærir og málið verði fellt niður eða ekki sakfellt þá þýðir það alls ekki að þú hafir ekki upplifað kynferðisbrot. Það þýðir bara að það var ekki hægt að sanna það fyrir dómi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar