fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir svartklæddir og grímuklæddir menn gengu inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti síðdegis í gær, brutu þar glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir um þrjár milljónir króna. Eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi í gær að brotið hafi verið vel skipulagt. „Við erum bara fegin að það hafi ekki verið neinn inni í búðinni, því yfirleitt er búðin full af fólki. Mæður með ung börn og svona,“ segir eigandinn, Bergur Gíslason, við Vísi.

Segir hann að verknaðurinn hafi tekið 20 sekúndur, annar maðurinn hafi notast við verkfæri og hinn handslökkvitæki til að brjóta glerskápinn, þeir hafi tekið valda hluti úr skápnum og gengið út aftur.

„Þeir vissu alveg hvað þeir ætluðu að taka. Mann grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun. Það var ekkert hik, það var ekkert eitthvað: Bíddu á ég að taka þetta, á ég að taka þetta?“ segir Bergur, ennfremur við Vísi.

Á Facebook-síðu verslunarinnar er birt myndband úr öryggismyndavél af brotinu. Segir í færslu með myndbandinu:

„Við skiljum alveg að fólki langi í FUJIFILM myndavélar. En þetta er svolítið langt gengið. Erum með serial númerin af öllu sem var tekið. Erum þakklát fyrir að enginn viðskiptavinur var þarna þessar 20 sekúndur. Og þjófarnir ógnuðu ekki starfsfólkinu.“

Sjónarvottur að atvikinu, sem sat í næsta húsi, segir að mennirnir hafi hlaupið hratt, verið grannir og íþróttamannslega vaxnir. Telur hann að mennirnir hefðu beitt slökkvitækinu gegn starfsfólki ef það hefði ógnað þeim:

„Ég sá þá hlaupa burtu þar sem ég sat í næsta húsi og sagði strax við strákana sem voru með mér að það væri rán í gangi. Þeir hlupu mun hraðar burtu en rólegheit þeirra inni gefur til kynna. Voru grannir og íþróttalega vaxnir. Sá slökkvitækið í höndum aftari gæjans og þegar ég heyrði að þeir hafi brotið upp skápana gerði ég ráð fyrir að það hefði verið notað til þess. En af þessu að dæma var það vopn gegn starfsfólkinu ef það skyldi koma og ógna þeim. Greinilega best að láta lögguna um þetta og reyna ekkert að ógna svona liði.“

Myndbandið er í færslunni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila