fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. ágúst 2025 09:30

Vík í Mýrdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps frá 16. maí 2025 um að aflífa hundana Kol og Korku, sem voru í eigu manns sem bjó í Vík í Mýrdal.

Málið hófst þegar tilkynning barst lögreglunni á Suðurlandi um að tveir hundar í lausagöngu hefðu bitið lamb til ólífis við Víkurkletta í Mýrdalshreppi.

Á leið lögreglu á vettvang hafði sveitarstjóri hreppsins samband við lögregluna og tilkynnti um þá ákvörðun fulltrúa sveitastjórnar Mýrdalshrepps að hundunum skyldi lógað þegar í stað, því þeir hafi reglulega verið lausir og til vandræða í Vík og nágrenni.

Sjá viðtal við eiganda hundanna: Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Aðeins eitt bitfar en hundarnir tveir

Á vettvangi hitti lögregla fyrir eiganda sauðfjárhóps sem var innan girðingar við Víkurkletta og eiginmann hennar. Sögðust þau hafa komið að hundunum þar sem þeir voru búnir að drepa að minnsta kosti eitt lamb og hundarnir hafi staðið yfir dauða lambinu. Sögðu þau hundana hafa verið mjög æsta og erfitt hafi verið að komast að þeim. Þau hafi þó náð að snara ólum utan um hálsinn á þeim og koma þeim inn í bifreið.

Eigandi hundanna kærði ákvörðunina og hélt því fram að ekki hefði verið sannað að hundarnir hefðu drepið lambið. Hann benti á að aðeins eitt bitfar hefði sést á hálsi þess og að engin fyrri kvörtun hefði borist um að þeir hefðu ráðist á búfé. Þá gagnrýndi hann að sveitarstjóri hefði tekið ákvörðunina í síma án þess að skoða aðstæður og án þess að kanna aðrar vægari leiðir, svo sem að setja hundana í geymslu á vegum sveitarfélagsins.

Enginn gat staðfest að hundarnir hefðu bitið lambið

Báðir hundarnir voru blanda af tegundunum Border collie og Labrador. Kolur var 11 ára en Korka 10 ára og höfðu báðir hundarnir komið til eigandans þegar þeir voru nokkurra mánaða gamlir.

Eigandinn viðurkenndi það að hundarnir hefðu verið gjarnir á að strjúka og náðst á ýmsum stöðum. Bæði Kolur og Korka hefðu verið svokallaðir „flaðrarar“ en aldrei borist kæra varðandi það að þeir hefðu bitið mann eða skepnu.

Benti eigandinn á að þegar hann kom á vettvang hafi verið þar eitt dautt lamb með lítið bitfar á hálsi. Eftir þeim upplýsingum sem hann hafi aflað sér séu það tófur og refir sem bíti með þeim hætti, en algengast sé að hundar fari í fæturna á fénu. Á vettvangi hafi kærandi ekki fundið neinn sem hafi getað staðfest að hundarnir hafi bitið lambið. Í lögregluskýrslu komi fram að sveitarstjóri hafi haft samband við lögreglu og sagt að ákvörðun um að svæfa hundana tafarlaust hafi verið tekin af fulltrúum sveitarstjórnar. Oddviti sveitastjórnar hafi þó staðfest við kæranda að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Þá hafi sveitarstjórinn ekki komið og kynnt sér aðstæður á vettvangi, heldur eingöngu verið í símasambandi.

Engin bráð hætta stafaði af hundunum

Eigandi hundanna kvaðst búa í hjólhýsi í Vík í Mýrdal en það hefði skemmst í óveðri í vetur með þeim afleiðingum að dyr þess opnist við minnstu hreyfingu. Umræddan dag hefðu hundarnir sloppið út og þrátt fyrir eftirgrennslan hefðu þeir ekki fundist.

Mýrdalshreppur vísaði til þess að hundarnir hefðu áður gengið lausir og verið til ama í þéttbýli. Sveitarfélagið taldi að um hættuleg dýr hefði verið að ræða og að ákvörðunin hefði verið tekin á grundvelli samþykktar um hunda- og kattahald, sem heimilar að lóga hundum þegar í stað ef þeir bíta menn eða skepnur.

Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð sveitarfélagsins hefði verið haldin verulegum annmörkum. Ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lambið til dauða og engin bráð hætta hefði stafað af þeim eftir að þeir voru settir inn í bifreið á vettvangi. Þá hefði sveitarfélagið ekki gætt rannsóknarreglu, meðalhófsreglu eða andmælaréttar eigandans, auk þess sem leiðbeiningar til hans hefðu verið ábótavant.

Að mati nefndarinnar hefði verið unnt að fresta aflífun og rannsaka málið nánar áður en endanleg ákvörðun var tekin. Því var ákvörðun sveitarstjórans felld úr gildi, þrátt fyrir að þegar væri búið að aflífa hundana, þar sem málið sneri að lögvörðum hagsmunum eigandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina