fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. ágúst 2025 14:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nálgunarbann og brottvísun afbrotakonu af heimili hennar og móður hennar á Norðurlandi var klúðrað hjá embætti lögreglustjórans í umdæminu og fyrir Héraðsdómi Norðurlands, þar sem konunni var ekki skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins.

Þetta er niðurstaða úrskurðar Landsréttar sem hefur ómerkt úrskurð héraðsdóms í málinu og vísað því heim í hérað til löglegrar meðferðar. Í úrskurðinum segir meðal annars:

„Fyrir liggur að brotaþola var hvorki tilnefndur réttargæslumaður við meðferð málsins hjá lögreglustjóra né var henni skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins í héraði svo sem skylt var samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Samkvæmt þessu var alvarlegur annmarki á meðferð þessa máls hjá sóknaraðila og fyrir héraðsdómi. Þegar af þessari ástæðu er óhjákvæmilegt að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar.“

Virðist hafa níðst á móður sinni í áratugi

Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem konan var úrskurðuð í nálgunarbann gagnvart móður sinni og til brottvísunar af heimilinu sem hún deilir með móður og dóttur sinni, er málsatvikum lýst þannig, að miðvikudaginn 30. júlí hafi móðirin ýtt á neyðarhnapp á heimili sínu og óskað eftir aðstoð lögreglu.

Greindi móðirin frá því að dóttir hennar hafi heimtað af henni lyf hennar og símann hennar. Hún réðst síðan á ósjálfbjarga móður sína sem lá uppi í rúmi. Óttaðist móðirin um líf sitt á meðan ofbeldinu stóð. Orðrétt segir í úrskurðinum:

„Þegar atlagan hófst var brotaþoli upp í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Sakborningur á að hafa gripið í töskuna og dregið brotaþola til írúminu. Því næst hafi hún læst fingrum beggja handa í andlit brotaþola og klipið eins fast og hún gat. Síðan mun hún hafa tekið fyrir vit brotaþola. Brotaþoli sagðist hafa náð að anda en henni hafi liðið hræðilega og haldið að þetta væru sínir síðustu andardrættir. Að sögn brotaþola mun sakborningur hafa ítrekað beitt hana ofbeldi. Ofbeldið hafi staðið yfir áratugum saman. Brotaþoli lýsir mjög alvarlegu líkamlegu ofbeldi, auk þess sem hún lýsir andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. Í læknisvottorð sem lögreglan hefur aflað vegna rannsóknarinnar koma fram lýsingar á áverkum á brotaþola sem samræmast frásögn brotaþola af árásinni sem hún segist hafa orðið fyrir á miðvikudaginn síðasta.“

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti ákvörðun lögreglustjórans um að konan skyldi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í einn mánuð. Sem fyrr segir hefur Landsréttur ógilt þennan úrskurð og þarf því að taka málið fyrir að nýju fyrir héraðsdómi.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina