fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Átök brjótast út í Suðaustur-Asíu – Taílenski herinn gerir loftárásir á skotmörk í Kambódíu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 07:03

Frá hersýningu í Bangkok í maí síðastliðnum Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenski herinn gerði í nótt loftárásir á hernaðarskotmörk í Kambódíu í landamæradeilu sem gæti leitt til frekari stríðsátaka. Stjórnvöld í Kambódíu hafa gefið það út að árásunum verði svarað.

Loftárásirnar koma sólarhring eftir að taílenskur hermaður missti fótlegg þegar hann steig á jarðsprengju á svæði sem bæði nágrannaríkin gera kröfu til. Í kjölfarið brutust út skærur milli taílenskra og kambódískra hersveita sem kostaði að minnsta kosti einn kambódískan hermann lífið. Þá ganga ásakanir á víxl um ýmsar árásir, meðal annars gegn óbreyttum borgurum.

Þessi átök hafa aðeins ágerst eftir loftárásirnar og segja erlendir miðlar að átök hafi brotist út milli hersveita landanna á nokkrum stöðum á landamærunum sem eru alls um 817 kílómetra löng.

Hafa Taílendingar kvatt landa sína til þess að yfirgefa Kambódíu hið snarasta og leggja allar ferðaáætlanir til landsins til hliðar.

Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð undanfarið, sér í lagi í kjölfar hneykslismál átti sér stað í síðasta mánuði þegar taílenski forsætisráðherrann Paetongtarn Shinawatra var send í leyfi eftir að símtal lak út við kollega hennar í Kambódíu þar sem hún gagnrýndi eigin her fyrir framgöngu sína á landamærasvæðum.

Taílenski herinn er um þrisvar sinnum fjölmennari en her Kambódíu og mun betur vopnum búinn. Skýrist það meðal annars af því að Bandaríkjamenn líta á landið sem mikilvægan bandamann í heimshlutanum og hafa stutt við hernaðaruppbygginguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Í gær

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”