Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sindra Péturssyni, 43 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá miðnætti í gærkvöldi. Síðast sást til hans á Lækjatorgi í Reykjavík. Sindri er hávaxinn með stuttklippt hár og alskegg, bæði silfurgrátt að lit. Hann var klæddur í svarta primaloft úlpu/gráa peysu, svartar gallabuxur og svarta strigaskó. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sindra eru beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112.