fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir á Austurvelli – Blóðpollur á afmörkuðu svæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. júlí 2025 15:15

Frá vettvangi. Mynd: Kolbrún Dögg Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært: Lögregluaðgerð á Austurvelli var vegna hnífstungu. Maður var stunginn með hnífi og er ekki vitað um hve alvarlegir áverkar hans eru. Maður er í haldi lögreglu, grunaður um hnífstunguna. 

Lögregla hefur undanfarna klukkustund verið með í gangi umfangsmikla aðgerð á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur. Svæði hefur verið stúkað af með gulum lögregluborðum og lögreglumenn hafa sinnt þar vettvangsrannsókn. Samkvæmt sjónarvotti er blóðpollur á svæðinu sem var afmarkað.

Myndefni með frétt: Kolbrún Dögg Arnardóttir

Ennfremur hefur lögregla yfirheyrt vegfarendur á torginu.

Ómerktur lögreglubíll og þrír merktir lögreglubílar hafa verið á svæðinu og tveir sjúkrabílar.

Ekki hefur náðst samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.

Myndband frá vettvangi má sjá hér að neðan:

 

video
play-sharp-fill

 

Uppfært kl. 15:55: Samkvæmt frétt Vísis tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðunum. Ekki liggur hins vegar fyrir um hvað málið snýst.

Uppfært kl. 16:05: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maður stunginn með hnífi. Ekki er vitað hve alvarlegir áverkar hans eru. Maður var handtekinn, grunaður um hnífstunguna og er hann í haldi lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Hide picture