Tilkynnt var til lögreglu í nótt um fjölda manna að ógna húsráðanda í heimahúsi með kylfum og hnífum. Átti atvikið sér stað í miðborginni. Mennirnir reyndu að komast á brott áður en lögreglu bar að garði en lögregla hafði upp á þeim. Fimm voru handteknir í málinu og allir vistaðir fyrir rannsókn málsins í fangaklefa, grunaðir um hótanir og vopnaburð.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um meðvitundarlausan mann á skemmtistað. Þegar lögregla kom á vettvang var um líkamsárás að ræða. Gerandi var handtekinn á vettvangi og fluttur til vistunar í fangaklefa.
Segir einnig að mikill erill hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og gista alls átta manns fangageymslu.