fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. júlí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar S. Hálfdánarsson hæstaréttarlögmaður er óánægður með meðferð yfirvalda á 233. grein hegningarlaga, a-lið, sem er svohljóðandi:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna [þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna],  litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, [fötlunar, kyneinkenna], kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og landsþekktur bloggari, var á dögunum sýknaði í héraðsdómi af ákæru um brot á þessari lagagrein en ákæran var vegna ummála Páls um Samtökin 78. Einar rifjar í grein í Morgunblaðinu upp fréttir af því máli:

„Sam­tök­in ’78 kærðu Pál Vil­hjálms­son í októ­ber 2023 og hann var ákærður í lok októ­ber 2024 að lok­inni rann­sókn. Tók sem sé eitt ár. Ákært var fyr­ir um­mæli þar sem Páll gagn­rýndi sam­tök­in fyr­ir fræðslu­efni. Páll taldi kennslu­efnið tæl­ingu, dul­búna sem upp­lýs­ing­ar. Meðfædd blygðun­ar­semi barna væri skipu­lega brot­in niður og börn gerð mót­tæki­leg fyr­ir þátt­töku í kyn­lífi, jafn­vel of­beldiskyn­lífi. Sam­tök­in ’78 geta ekki flokk­ast sem frjáls fé­laga­sam­tök, held­ur eru þau e.k. rík­is­stofn­un. Páll tók auðvitað mjög djúpt í ár­inni, að ekki sé meira sagt. En auðvitað var Páll Vil­hjálms­son sýknaður af ákæru lög­reglu­stjóra. Niðurstaða dóms­ins er að hvöss, jafn­vel ósann­gjörn, gagn­rýni jafn­gild­ir ekki hæðni, róg­b­urði, smán­un né ógn­un vegna kyn­hneigðar. Fjár­mun­um rík­is­ins á ekki að verja í að þagga niður skoðanir sem eru óæski­leg­ar að mati lög­reglu.“

Segir lögreglu ekki hafa áhuga á að rannsaka glæpsamleg ummæli

Sjálfur hefur Einar hins vegar kært mann fyrir ummæli sem hann telur vera mun grófara brot gegn áðurnefndri lagagrein. Segir hann kærða hafa hvatt til manndrápa og svívirðilegrar meðferðar á líkum á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Kærði er Ibaa Ben Hos­heyeh, sem býr í Reykjavík, en ummæli hans voru eftirfarandi:

„Drepið gyðing­ana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið á þá [og] lík þeirra […] Ég sver að við mun­um dæma þá við hlið Para­dís­ar. Bölv­un hvíli á son­um Síons, son­um apa og svína.“

Kæran var lögð fram fyrir einu og hálfu ári en Einar bendir á að lögregla hafi ekki einu sinni hafið rannsókn málsins. Telur hann forgangsröðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vera brenglaða. „Að sögn lög­reglu er deild­in upp­tek­in við það að sinna mann­dráps­mál­um og slík­um mál­um þar sem grunaðir sitja í gæslu­v­arðhaldi. Eitt af mál­un­um sem virðast þar með flokk­ast sem „slík mál“ skv. þessu er til­hæfu­laus kæra gegn Páli Vil­hjálms­syni. Þarf lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu ekki eitt­hvað að skoða for­gangs­mál­in? Hún gæti byrjað á að kynna sér for­gangs­mál dönsku lög­regl­unn­ar þegar að hat­ursum­mæl­um kem­ur,“ segir Einar í grein sinni.

Hann sparar ekki ásakanir í gagð lögreglustjóra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, og brýnir dómsmálaráðherra:

„Í þessu til­felli er staðan dag­ljós. Lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu tek­ur ekki mál­efna­lega af­stöðu til kæru­mála. Halla Bergþóra mis­beit­ir valdi sínu og hand­vel­ur mál sem henni eru þókn­an­leg. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra – það er komið að þér að taka á þess­ari mis­mun­un.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna