fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. júlí 2025 15:30

Dráttarvél með sláttuþyrlu. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona lagði tryggingafélagið VÍS fyrir dómi til að fá greiddan kostnað við að fá lögmann til viðurkenningar bótarétts eftir slys. Konan lenti í mjög alvarlegu slysi þegar blað sláttuvélar skaust í fót hennar.

Slysið átti sér stað þann 5. ágúst árið 2023 á jörð við sumarhús á ónefndum stað. Eiginmaður konunnar var að slá tún með sláttuþyrlu tengda við Massey Ferguson dráttarvél en hún að slá með sláttuorfi. Skyndilega brotnaði eitt hnífsblað sláttuþyrlunnar af og skaust 26 metra leið að konunni og hafnaði í fæti hennar.

Hlaut hún mjög alvarlega áverka af þessu og var hringt á viðbragðsaðila. Þurfti að flytja konuna á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Konan var með frítímaslysatryggingu hjá VÍS en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu á þeim grundvelli að dráttarvélin væri ekki tryggð. Eftir skoðun innanhúss viðurkenndi VÍS loks rétt konunnar til bóta en hafnaði að greiða lögmannskostnað hennar.

Kostnaðurinn tvöfaldaðist

Höfðaði konan mál gegn VÍS til að fá hann greiddan og hafði betur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 18. júlí.

„Ekki leikur heldur vafi á því að það var höfnun stefnda á skyldu sinni til greiðslu bóta sem  olli því að stefnandi sá sér ekki annað fært en að leita til lögmanns,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Var VÍS gert að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur með vöxtum sem og aðrar 500 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Í gær

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“