fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 16:30

Fólk hunsar tilmæli lögreglunnar á Reykjanesveginum. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið af fólki, ekki síst erlendir ferðamenn, stoppa gjarnan bíla sína við Reykjanesbrautina til þess að bera eldgosið augum. Hafa heilu rúturnar stoppað við þröngan veginn til að hleypa ferðamönnum að skoða.

Eftir að eldgosið við Grindavík hófst í nótt hafa margir, sér í lagi erlendir ferðamenn, reynt að bera það augum. Talsvert er um að þeir stöðvi bíla sína við Reykjanesbrautina og fari úr þeim.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur biðlað til fólks að leggja ekki bílum á þessum stað. Lokað hefur verið fyrir umferð til Grindavíkur og Bláa lónsins.

„Eld­gos er í gangi og aðstæður inn­an og utan hættu­svæða geta breyst með litl­um fyr­ir­vara.  Þá geta hætt­ur leynst utan merktra svæða,“ seg­ir í til­kynn­ing­u lögreglu.

Engu að síður stöðvar fólk bíla sína þarna með tilheyrandi hættu. Bæði einstaklingar og atvinnubílstjórar.

„Við sáum heilu ferðamannarúturnar stoppa á veginum. Gerið það hættið þessu,“ segir netverji í umræðum á samfélagsmiðlinum Reddit og birtir mynd af fjölda bíla við veginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna