fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 09:00

Flugmennirnir Sumeet Sabharwal og Clive Kunder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta bráðabirgðaskýrsla um hörmulegt flugslys Air India flugs 171, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Ahmedabad þann 12. júní, hefur vakið bæði spurningar og gagnrýni innan flugiðnaðarins. Alls létust 260 manns – 241 um borð og 19 á jörðu niðri. Einungis einn farþegi lifði slysið af.

Í skýrslunni er ýjað að því að mistök eða ásetningur þeirra sem stýrðu flugvélinni hafi valdið slysinu. Nokkrum sekúndum eftir flugtak var slökkt á rofa sem stýrir eldsneytisflæði að hreyflum vélarinnar sem gerði það að verkum að vélin missti afl. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að endurræsa hreyflana tókst það ekki í tæka tíð.

Indverska flugmannasambandið hefur fordæmt þá umræðu sem skapast hefur um mögulegan ásetning flugmanna og kallað hana ábyrgðarlausa og særandi fyrir aðstandendur.

Sjá einnig: Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið – DV

Veki upp fleiri spurningar en svör

Þá hafa gagnrýnendur bent á að skýrslan veki upp fleiri ósvaraðar spurningar og svör. Ekkert heildarafrit af samskiptum flugmannanna úr flugstjórnarklefanum var birt, aðeins vísað í samtalsbrot þar sem annar spyr „af hverju slökktir þú?“ og hinn svarar „ég gerði það ekki“. Ekki kemur fram hvor flugmaðurinn sagði hvað og í hvaða samhengi.

Innan geirans hafa sérfræðingar gagnrýnt skýrsluna harðlega. „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu,“ sagði einn flugmaður. Aðrir segja skýrsluna of valkvæða og benda á að upplýsingarnar um eldri viðvörun frá FAA um hugsanlegar bilanir í slíkum eldsneytislokum séu ekki marktækar, þar sem vél þessi hafði nýlega fengið nýtt stýrimódel.

Framkvæmdu ekki skoðanir sem mælst var til

Annar þáttur í skýrslunni sem hefur valdið deilum er tilvísun í öryggistilkynningu sem bandarísk flugmálayfirvöld gáfu út árið 2018. Í tilkynningunni var flugiðnaðinum gert viðvart um tilvik þar sem áðurnefndir eldsneytisrofar hefðu verið settir í flugvélar með læsibúnaðinn óvirkan sem gerði það að verkum að möguleiki væri fyrir hendi að slökkva á rofanum fyrir slysni.

Vandamálið var ekki metið svo alvarlegt að bregðast þyrfti við því með viðgerð en hvatt en rekstraraðilar voru hvattir til þess að framkvæmda einfaldar eftirlitsskoðanir til að tryggja að læsibúnaður rofanna væri í lagi.

Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að Air India hafi ekki framkvæmt þessar skoðanir, sem hefur orðið til þess að sumir hafa velt því upp hvort slysið geti hugsanlega hafa stafað af því að gallaður rofi hafi verið virkjaður fyrir slysni.

Endanleg skýrsla um slysið á að birtast innan árs samkvæmt alþjóðlegum reglum, en sögulega séð getur slíkt tekið mun lengri tíma. Þar til þá verða spurningarnar um hvað raunverulega gerðist í stjórnklefa flugs AI171 áfram ósvaraðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Í gær

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Í gær

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga