fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 08:30

Kári og Embla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embla Bachman og Kári Einarsson, Riddarar kærleikans, lögðu af stað í kærleikshringferð um landið laugardaginn 12. júlí. Í ferðinni heimsækja þau bæi víðs vegar um landið og hvetja þau bæjarbúa að taka þátt í kærleiksáskorunum í hverjum bæ en markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum landið. Kári og Embla eru fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum og keyra þau um landið á sérmerktum bíl frá Öskju.

Markmiðið með hringferðinni er að vekja athygli á söfnunni fyrir Bryndísarhlíð og efla vitundarvakningu sem byggir á kærleika, samtali og samkennd. Kári og Embla verða á ferð um landið til 18. júlí og koma við fyrst við á Vík í Mýrdal, síðan er förinni heitið til Djúpavogs, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Egilsstaða, Akureyrar, Blönduóss, Ísafjarðar, Patreksfjarðar, Borgarnesa og síðan enda þau hringinn í Reykjavík,

Bryndísarhlíð verður fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi, þar sem börn fá lágþröskulda geðheilbrigðisþjónustu í öruggu og kærleiksríku umhverfi. Allt söfnunarfé rennur óskert í Minningarsjóð Bryndísar Klöru, sem stofnaður var í kjölfar hnífaárásar á Menningarnótt 2024, þar sem Bryndís Klara Birgisdóttir lét lífið.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er verndari Minningarsjóðs Bryndísar Klöru og hafði frumkvæði að halda svokallaðan kærleikshring á Bessastöðum í kjölfar ákalls foreldra Bryndísar. Úr þeirri hugmynd spruttu Riddarar kærleikans, opin hreyfing fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, draga úr ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum þvert á kynslóðir og hópa.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um kærleiksherferðina og kærleikshringferðina á @riddararkaeleikans á Instagram og Tik Tok og á vefsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“