fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 07:30

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rithöfundurinn Michael Wolff segist hafa fengið síðustu skilaboð Jeffrey Epstein áður en hann fannst látinn í fangaklefa sínum í New York árið 2019. Þau voru í nöturlegra lagi í ljósi þess sem síðar gerðist.

Í viðtali við The Daily Beast Podcast greinir Wolff frá því að Epstein hafi sent honum skilaboð föstudagskvöldið 9. ágúst 2019, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var sagður hafa svipt sig lífi aðfaranótt laugardags.

„Ég spurði hann einfaldlega hvernig honum liði, og svarið var: „Er enn að hanga’“ (e. still hanging):  segir Wolff, sem telur þetta hafa verið kaldhæðin vísun í það sem var í vændum.

Epstein fannst hangandi í snöru í fangelsi Metropolitan Correctional Center í New York, og samkvæmt niðurstöðu rannsóknar dómsmálaráðuneytisins var um sjálfsvíg að ræða.

Dauði hans hefur þó vakið fjölda samsæriskenninga, meðal annars um að hann hafi verið myrtur til að koma í veg fyrir að hann upplýsti um áhrifamikla viðskiptavini sína í mansalsmálinu.

Mikil eftirvænting hefur verið eftir því að skjölin um dauða Epstein yrðu gerð opinber en því hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lengi lofað. Síðastliðinn mánudag var hins vegar tilkynnt um að ekkert yrði að því og ennfremur fullyrti bandaríska dómsmálaráðuneytið að engin haldbær sönnunargögn hafi fundist um að Epstein hafi haldið viðskiptavinaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“