fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 08:30

Skjáskot af myndbandi þar sem sjá má Ivan Voronych nokkrum andartökum fyrir morðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettur úkraínskur njósnari, Ivan Voronych, var skotinn til bana um hábjartan dag í Kiev í gær. Upptaka af ódæðinu úr öryggismyndavél hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum og verið umfjöllunarefni helstu fjölmiðla heims.

Á myndbandinu sést Voronych ganga rólega yfir götu í Holosiivskyi-hverfinu í Kiev þegar flugumaður kemur skyndilega hlaupandi upp að honum, skýtur hann ítrekað af stuttu færi og forðar sér síðan á hlaupum. Eitthvað er af fólki í kring en flestir voru lengi að átta sig á því hvað væri í gangi því morðinginn notaði byssu með hljóðdeyfi.

Voronych lést samstundis en kollegar hans hafa sakað Rússa.

Stríðandi fylkingar hafa báðar staðið fyrir launmorðum á háttsettum einstaklingum frá því að stríðið hófst árið 2022. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir síðan að rússneski hershöfðinginn Yaroslav Moskalik fórst þegar bifreið hans var sprengd í loft upp í íbúðahverfi í útjaðri Moskvu.

Hér má sjá umfjöllun Sky News um morðið á Voronych:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“