fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 11. júlí 2025 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður er virkilega ósáttur við komuna til Íslands. Bæði hvað varðar verðlagið, þjónustuna og vegakerfið. Hann hafði hugsað sér að koma aftur að ári en hyggst nú fara til Kanada í staðinn.

„Svolítið vond reynsla ferðamanns hér á ferð,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Landið hafi vissulega fallegt landslag en hér sé allt of dýrt og landið hafi lítið upp á að bjóða.

Sem dæmi um okur á Íslandi nefnir hann að hafa þurft að borga 10 dollara, eða um 1200 krónur fyrir bílastæði við hraunbreiðu. Kaffibolli við vegabúllu hafi kostað 12 dollara, eða 1500 krónur, og hótelherbergi ekki nógu gott til að sveifla ketti inn í hafi kostað 450 dollara nóttin. Það er 55 þúsund krónur.

„Þá fengum við í besta falli andstyggilega þjónustu og illa viðhaldna innviði svo sem slóða og vegi á mörgum stöðum,“ segir hann. „Mér finnst eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna.“

Segist ferðamaðurinn hafa farið um Suðurlandið og hafi ætlað að koma aftur á næsta ári til að taka Norðurlandið. Hann hafi hætt við það og ætli til Kanada í staðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“