fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Afstaða harmar árás þriggja fanga á fangaverði – Hertar aðgerðir bitni á öðrum föngum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 18:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, harmar árás þriggja fanga á fangaverði á Litla Hrauni í gær. Ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt og það verði að fordæma.

Greint var frá því á Vísi í dag að sérsveit og lögregla hafi verið kölluð til á Litla Hrauni þegar þrír fangar réðust á fangaverði. Voru þeir fluttir á slysadeild með sjúkrabíl en reyndust ekki alvarlega slasaðir. Ekki hefur komið fram hversu margir fangaverðir slösuðust eða hverjar orsakir þessarar árásar hafi verið.

Fangarnir sem um ræðir voru yfirbugaðir og mega búast við agaviðurlögum. Einnig er mögulegt að atvikið verði kært en árás á fangavörð er brot gegn valdstjórninni.

Harma atvikið

Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum harmar Afstaða hið alvarlega atvik sem átti sér stað í gærkvöldi á Litla Hrauni.

„Hugur okkar er hjá þeim fangavörðum sem slösuðust, og óskum við þeim skjóts bata og vonum að áverkar þeirra reynist ekki alvarlegir,“ segir í tilkynningunni.

Ofbeldi aldrei réttlætanlegt

Að sögn samtakanna er ofbeldi aldrei réttlætanlegt og það verði að fordæma, hvar sem það eigi sér stað.

„Þeir sem bera ábyrgð á slíkri háttsemi verða að sjálfsögðu dregnir til ábyrgðar af viðeigandi yfirvöldum,“ segir í tilkynningunni. „Samhliða því er mikilvægt að þeir fái aðstoð og úrræði til að vinna með þær aðstæður og áföll sem kunna að liggja að baki hegðun þeirra, sérstaklega með það að markmiði að minnka líkur á frekara ofbeldi eftir afplánun.“

Bitni á öðrum föngum

Þá er minnst á aðstæður fanga eftir atvik sem þetta. Að refsingar og hertari reglur sem settar séu bitni ekki aðeins á gerendunum sjálfum. En forsvarsmenn fangelsismálastofnunar hafa þegar sagt það við fjölmiðla í dag að taka þurfi öryggismálin til skoðunar eftir þetta atvik.

„Því miður er það oft raunin að í kjölfar svona atvika eru reglur hertar og skert svigrúm allra fanga, óháð því hvort þeir hafi átt þátt í atvikinu eða ekki. Það bitnar á fjölda einstaklinga sem reyna að halda frið og vinna að eigin bata innan veggja fangelsisins,“ segir í tilkynningu Afstöðu. „Skilaboð Afstöðu eru skýr: Ofbeldi á ekki að líðast í fangelsum landsins, hvorki gegn starfsmönnum né föngum!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þyrluflug og einkaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur margfaldast – Hávaði truflar íbúa

Þyrluflug og einkaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur margfaldast – Hávaði truflar íbúa
Fréttir
Í gær

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Í gær

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu