fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 14:00

Séra Daníel skrifar um gagnmenningu og Jesú. Mynd/Fossvogsprestakall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindaprestakalli í Kópavogi, segir að Biblían hafi aldrei verið skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni og ekki ætti að nota hana sem viðmið fyrir læknisfræði í dag.

Þetta segir Daníel í aðsendri grein á Vísi í dag sem ber yfirskriftina „Á jaðrinum með Jesú.“ Fjallar hann um hugmynd um svokallaða gagnmenningu (e. counter culture). Það er sú menning sem kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegum normum. Hugmynd sem er áberandi í til dæmis femínisma, hinsegin fræðum, hjá hippum og í pönki.

„Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær enn þá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri,“ segir Daníel.

Biblían ekki læknisfræðileg bók

Daníel segir að Jesú hafi snúið upp á samfélagsleg viðmið þó að hugtakið gagnmenning hafi ekki orðið til fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar. Jesú hafi setið á meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Hann hafi stuðlað að auðmýkt og hógværð, samfélagi þar sem hinir síðustu voru fyrstir. Hafi bent á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir.

„Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi,“ segir Daníel og rifjar upp að þetta ár hafi byrjað með því að forseti Bandaríkjanna hafi undirritað lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta sé aðför að fólki sem hafi verið til frá örófi alda.

„Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag,“ segir Daníel. „Ég myndi allavega forðast eins og heitan eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag.“

Hvert og eitt mikilvægt

En boðskapurinn um að hinir síðustu verði fyrstir sé einmitt boðskapur sem við þurfum á að halda í dag. Að við séum kölluð til að þjóna öðrum af auðmýkt og huga að þörfum annarra. Það er að þjóna þeim sem virkilega þurfa á því að halda.

„Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt,“ segir Daníel að lokum. „Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“
Fréttir
Í gær

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“