fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 08:30

Pútín er sagður eygja nýtt land

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú ár eru liðin frá innrás Rússlands í Úkraínu en nú telja margir að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, sé kominn með nýtt skotmark – Aserbaídsjan. Úkraínska leyniþjónustan (HUR) hefur birt gögn sem virðast sýna meinta skipun frá rússneska hernum um að senda viðbótarhermenn til rússnesku herstöðvarinnar í Gyumri í Armeníu, skammt frá landamærinum við Aserbaídsjan.

Herstöðin, sú stærsta í Suður-Kákasus, hýsir allt að 5.000 hermenn og er búin meðal annars MiG-29 orrustuþotum og S-300 loftvarnarkerfum. Yfirvöld í bæði Armeníu og Rússlandi hafa neitað að slík aukning hafi átt sér stað en áðurnefnd skjöl virðast segja aðra sögu. Mirror greindi frá.

Samskipti  Aserbaídsjans og Rússlands hafa hrakað verulega undanfarið. Ástæðan eru handtökur hóps aserbaídsjana í Jekaterínborg í Rússlandi vegna gamals morðmáls. Bræður í hópnum létustí haldi lögreglu. Yfirvöld í Baku hafa sakað Rússa um að hafa myrt mennina og hafa svarað fyrir hið meinta ódæði með því að aflýsa öllum rússneskum menningarviðburðum, ráðast inn á skrifstofur rússnesku ríkismiðilsins Sputnik og handtaka starfsmenn.

HUR telur að Moskva sé að reyna að „ógna öryggi á heimsvísu“ með því að kynda upp spennuna í Kákasus, svæði sem skiptir miklu fyrir orkuöryggi Evrópu. Aserbaídsjan er ríkt af olíu og gasi og selur hvoru tveggja  til Vesturlanda.

Aðgerðirnar valda áhyggjum innan NATO. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri bandalagsins, varaði á dögunum við því að Rússland og Kína gætu skipulagt samhæfða árás. Kína myndu gera áhlaup á Taívan og Rússar samtímis á NATO-ríki. Hann hvatti aðildarríkin til að efla hernaðarmátt sinn og vera undir það búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi