Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði þjóðhátíðardeginum 4. júlí, með pompi og prakt ásamt löndum sínum. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið upp hjá forsetanum undanfarnar vikur þá vék hátíðarskapið fyrir hatursgusum í garð pólitískra andstæðinga.
Það þótti mikill pólitískur sigur fyrir Trump að ná að koma umdeildu fjárlagafrumvarpi sínu naumlega í gegnum bandaríska þingið og mætti ætla að forsetinn hefði verið himinlifandi með það og horft til framtíðar. Í ræðu aðfaranótt þjóðhátíðar dagsins í Iowa fór hann hins vegar hörðum orðum um demókrata fyrir að styðja ekki frumvarpið.
„Þeir myndu ekki kjósa með því af því að þeir hata Trump. En ég hata þá líka, vissuð þið það,“ sagði Trum og bætti við:
„Ég geri það raunverulega, ég hata þá. Ég þoli þá ekki því ég trúi því að þeir hati landið okkar. Svona ef þið vilduð heyra sannleikann,“ sagði Trump í ræðu sinni.
Trump on Democrats: „They hate Trump. But I hate them too. I really do. I hate them.“ pic.twitter.com/HZamLuVMQH
— Aaron Rupar (@atrupar) July 4, 2025
Hefur forsetinn verið harðlega gagnrýndur fyrir ræðuna og halda með henni áfram að ala á hatri og sundrungu milli bandaríska þegna í stað þess að reyna að sameina þjóðina í þjóðhátíðarfögnuði.