fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. júlí 2025 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. júní síðastliðinn var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál gegn manni sem ákærður er fyrir fjögur kynferðisbrot. Öll brotin eru áþekk og voru framin m.a. í bíl mannsins en framganga hans virðist hafa stigmagnast með hverju broti.

Af einhverjum ástæðum hefur héraðsdómur fjarlægt tímasetningu brotanna úr ákæru héraðssaksóknara sem send var DV. Fyrsta brotið er sagt hafa átt sér stað að kvöldi en þá stöðvaði ákærði bíl sinn við hlið konu sem var á gangi. Hann fékk hana til að nálgast bílinn og þegar hún kom að bílglugganum sýndi hann henni myndband af fólki stunda samfarir. Segir í ákærunni að með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi.

Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa laust fyrir hádegi dag einn stöðvað bíl sinn við hlið konu sem var á gangi, fengið hana til að nálgast bílinn og þegar hún kom að glugganum sýndi hann henni kynferðislegt myndskeið, fróaði sér og bað konuna um að hjálpa sér. Er hann sakaður um að hafa sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi.

Hann er einnig sakaður um brot gegn blygðunarsemi gagnvart þriðju konunni en hann stöðvaði bíl sinn við hlið hennar að kvöldi til, þar sem hún var á gangi, og þegar hún kom að bílglugganum beraði hann kynfæri sín og fróaði sér þar til hún hljóp burt.

Í fjórða brotinu er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Það var að nóttu til sem hann ók við hlið fjórðu konunnar, sem var á gangi, með opinn glugga á bílnum og kallaði til hennar. Hann fór síðan út úr bílnum, beraði kynfæri sín og elti konuna á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Orðið „chupa“ þýðir „sjúga“ á nokkrum tungumálum, m.a. portúgölsku. Ákærði fór síðan aftur inn í bílinn og elti konuna með gluggann opinn og fór svo aftur út úr bílnum með getnaðarlim sinn sýnilegan og elti konuna um stund þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Segir í ákærunni að ákærði hafi valdið konunni miklum ótta auk þess að særa blygðunarsemi hennar og sýna henni ósiðlegt athæfi.

Ein konan krefur ákærða um 500 þúsund krónur í miskabætur, tvær krefja hann um eina milljón hvor og ein krefur hann um eina og hálfa milljón.

Réttarhöld í málinu verða fyrir luktum dyrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt