fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent erindi til refsiréttarnefndar þar sem hún kallar eftir því að nefndin athugi hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga hvað varðar líkamsárásir.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs.

Ofbeldisbrotum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár og telur ráðherrann nauðsynlegt að bregðast við þeirri þróun. Einn liður í því sé að endurskoða almenn hegningarlög „með það fyrir augum að skerpa á skilum milli ákvæða hegningarlaga um líkamsárásir og þyngja refsimörk.“

Í erindi sínu til refsiréttarnefndar segir ráðherrann:  „Ofbeldi er meinsemd í íslensku samfélagi. Við þurfum við að bregðast skýrt við auknum ofbeldisbrotum og að refsingar við slíkum brotum endurspegli alvarleika þeirra.“

Hún segir ennfremur:

„Við sjáum sambærilega hluti vera að gerast á Norðurlöndunum og þar hafa stjórnvöld brugðist við. Það eru skýr skilaboð gagnvart þessari þróun að þyngja refsiramma fyrir líkamsárásir. Þess vegna hef ég beðið refsiréttarnefnd um að skoða þetta vel og skila mér tillögu til að bregðast við þessari alvarlegu stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Í gær

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“