fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 15:20

Magnús Þór Hafsteinsson. Mynd: Alþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Púðluhundurinn Oddur, fjórfættur vinur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrum alþingismanns, er talinn hafa farist með honum í sjóslysinu út af Patreksfirði þann 30. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í færslu vinkonu þeirra, Jósu Þorbjarnardóttur, sem minnist þeirra í færslu á Hundasamfélaginu.

„Margir muna eftir þeim af Geirsnefinu og elskuðu hundarnir mínir Magnús. Hann átti alltaf eitthvað gott í bílnum harðfisk eða nammi og varð ég alltaf hundlaus þegar mín sáu hann og þá kom Oddur til mín í knús og klapp,“ skrifar Jósa í færslunni sem hefur hlotið mikil viðbrögð.

Í athugasemdum er greint frá því að Oddur hafi verið um borð í bátnum, að öllum líkindum í appelsínugulu flotvesti, en eftirgrennslan eftir honum síðustu daga hafi ekki borið árangur. Hafa fjörur verið gengnar og leitað úr lofti með dróna til að mynda.

Hér má lesa færslu Jósu um þá félaga:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Í gær

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Í gær

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“