fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitandi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. júlí, en hann hefur frá árinu 2022 verið eftirlýstur og reynt að komast hjá því að vera brottvísað til Grikklands þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd.

Hælisleitandinn sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars árið 2022. Útlendingastofnun hafnaði umsókninni þar sem viðkomandi hafði þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðunina þann 15. ágúst 2022 og fljótlega eftir það sendi Útlendingastofnun heimferðar- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra beiðni um að framkvæma brottvísun. Lögregla hitti hælisleitandann á dvalarstað hans þann 14. september 2022 og var honum tilkynnt um fyrirhugaða brottvísun til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar brottvísun átti að fara fram hafði hælisleitandinn yfirgefið dvalarstað sinn og lét ekki ná í sig. Hann var í kjölfarið eftirlýstur af lögreglu.

Það var svo ekki fyrr en nú í sumar, þann 11. júní, sem hælisleitandinn var handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu. Honum bar í kjölfarið að tilkynna sig til lögreglu alla virka daga í 28 daga og sinnti því. Hann var svo aftur handtekinn þann 25. júní vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní. Þá tókst að koma hælisleitandanum frá Íslandi en fluginu var millilent og þá kom til vandræða.

Hælisleitandinn neitaði svo að fara um borð í næsta flug og kvaðst meðal annars vera of veikur. Hann gerði lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Lögregla reyndi aftur degi síðar en aftur kom hann sér hjá því að fra um borð í vélina með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum. Var þá ákveðið að snúa aftur með hælisleitandann til Íslands og við komuna aftur var hann handtekinn og færður í fangaklefa.

Héraðsdómur úrskurðaði hælisleitandann svo í gæsluvarðhald til 4. júlí og hefur Landréttur staðfest ákvörðunina. Ekki kemur fram í úrskurði hvers lenskur hælisleitandinn er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig