fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Eyjan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá máli gegn bæjarstjórn Kópavogs, en ónefndum sveitarstjórnarmanni þótti það brjóta gegn jafnréttislögum að bæjarstjórn hefði ekki gætt að kynjahlutföllum við skipan í nefndir.

Gerði bæjarfulltrúinn athugasemd við að í velferðar- og mannréttindaráði væru fimm konur en aðeins tveir karlar, í menntaráði tveir karlar en fimm konur og í skipulags- og umhverfisráði fimm karlar en bara tvær konur. Bæjarfulltrúinn er ekki nafngreindur í úrskurði kærunefndar en fram kemur að viðkomandi er kona sem situr í velferðar- og mannréttindaráði. Ætla má að viðkomandi komi úr minnihluta bæjarstjórnar og koma þá aðeins tvær konur til greina, Píratinn Sigurbjörg Erla Egilsdóttir eða Vinur Kópavogs Hólmfríður Hilmarsdóttir. Sú fyrrnefnda hefur verið verulega gagnrýnin á störf bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Kópavogs krafðist frávísunar á málinu þar sem kærandi hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Bæjarfulltrúinn tók þá fram að hún hafi verið kosin til að sitja í velferðar- og mannréttindaráði en undir ráðið heyri jafnréttismál og framkvæmd löggjafar um jafnréttismál. Hún hafi lögvarða hagsmuni af því að farið sé eftir jafnréttislögum.

Kærunefnd rakti að samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna verði ekki skilið að einstakir sveitarstjórnarmenn hafi slíka lögvarða hagsmuni af ráðstöfunum sveitarfélagsins að það jafngildi því að meint brot gegn jafnréttislögum teljist fela í sér brot gegn sveitarstjórnarmanni. Þar með hafði bæjarfulltrúinn ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn máls og kærunni því vísað frá.

Segja má að þar sem meint brot áttu meðal annars að hafa falist í því að skipa of margar konur í velferðar- og mannréttindaráð hafi bæjarfulltrúinn í raun kært sína eigin skipan, enda er hún kona sem var skipuð í ráð með of mörgum konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir