fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 20:05

Þórhallur Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, ráðgjafi hjá Góð samskipti og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, segir hann og eiginkonu sína, Brynju Nordquist, hafa sótt um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að stækka anddyri húss þeirra um innan við 10 fm.

Svar borgarinnar eða réttara sagt skipulagsfulltrúa fyrir hennar hönd var einfalt, erindinu var hafnað.

Hjónin búa á Nýlendugötu í húsi sem var byggt árið 1906 og er því friðað, en slíkt gerist sjálfkrafa þegar hús ná 100 ára byggingaraldri. Höfnunin snýr þó ekki að aldri eða friðun hússins heldur: 

 „Neikvætt er tekið í erindið, samræmist ekki skipulagi.“ 

Þórhallur greinir frá málinu í færslu á Facebook, en einnig má lesa um málið í fundargerð Reykjavíkurborgar frá 19. júní.

„Við Brynja óskuðum eftir leyfi frá Reykjavíkurborg að stækka andyri hússins okkar um 10m2. (Sjá mynd)

Við fengum höfnun. 

Í svarinu er vísað í hverfisvernd og markmið hennar sem er að:

„varðveita og styrkja heildaryfirbragð gamla bæjarins sem gerir hann að einstökum og eftirsóknarverðum stað í alþjóðlegu samhengi og að varðveita og styrkja söguleg og fagurfræðileg einkenni.“ 

Svo er bætt við:

„Markmiðinu skal náð með því að gætt verði ýtrustu varúðar við þróun byggðar innan svæðisins og að meginmarkmiðum borgarverndunarstefnu verði fylgt eftir í hvívetna.“ 

„Neikvætt er tekið í erindið, samræmist ekki skipulagi.“ 

Líklega hefðum við átt að láta teikna stórt, grænt og kassalaga hús með torfþaki.“ 

Mynd af fyrirhugaðri stækkun.

Í svarbréfi skipulagsfulltrúa kemur fram að: 

„í gildandi deiliskipulagi segir að stækka megi grunnflöt hússins en þó er inn á deiliskipulagsuppdrátt teiknaður inn byggingarreitur norðan megin við húsið. Ekki er æskilegt að færa hann á vesturhlið hússins en í aðalskipulagi er í gildi skilgreind hverfisvernd innan hringbrautar. 

Markmið hverfisverndar er að varðveita og styrkja heildaryfirbragð gamla bæjarins sem gerir hann að einstökum og eftirsóknarverðum stað í alþjóðlegu samhengi og að varðveita og styrkja söguleg og fagurfræðileg einkenni. Markmiðinu skal náð með því að gætt verði ýtrustu varúðar við þróun byggðar innan svæðisins og að meginmarkmiðum borgarverndunarstefnu verði fylgt eftir í hvívetna. Í því felst m.a. breytingar á ytra útliti bygginga og lóða. Sá byggingarreitur sem er á aðalskipulagi hefur ekki áhrif á heildar götumynd reitsins annað en sú stækkun sem sýnd er á uppdrætti dags. 3. mars 2025. Ekki er hægt að fallast á breytingu á deiliskipulagi til þess að koma fyrir byggingarreit vestan megin við húsið. Niðurstaða: Neikvætt er tekið í erindið, samræmist ekki skipulagi.“ 

Vesturbugt við hliðina á 

Athyglisvert er að lesa svar skipulagsfulltrúa, sérstaklega hvað varðar breytingar lóða, því aðeins ein gata, Mýrargata, skilur að hús hjónanna og Vesturbugt þar sem til stendur að byggja 177 íbúðir í fjölbýlishúsum með flötu þaki. Hafa íbúar Vesturbæjar lýst yfir óánægju sinni og hafa rétt um 1000 skrifað undir undirskriftalista um ákall um nýtt deiliskipulag. 

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að nú sé komið að úrslitastundu við að varðveita sögu, menningu og byggðamynstur við Vesturbugt. Segir hann borgarráð sýna sögu og menningu gamla hafnarsvæðisins virðingarleysi og hunsa mótmæli íbúa.

Sjá einnig: Páll segir borgarráð sýna sögu og menningu virðingarleysi og hunsa mótmæli íbúa – „Í stuttu máli er þetta leikrit“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Í gær

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína