fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. júní 2025 14:30

Ökumaðurinn segir að það hafi aðeins verið eitt skilti og að trukkur hafi blokkað það.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem var sviptur réttindum eftir hraðakstur á Kringlumýrarbraut hefur leitað til lögmanns vegna málsins. Fimm voru sviptir ökuréttindum á vegarkafla þar sem hámarkshraðinn hafði verið lækkaður vegna framkvæmda.

Ökumaðurinn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit.

„Áður en ég spyr að þá veit ég að ég keyrði of hratt og ég á bara að taka við minni refsingu. En ég var að keyra á Kringlumýrarbraut og það eru vegaframkvæmdir í gangi, eða þess þá heldur er verið að gera eitthvað á umferðareyjunni,“ segir hann. „Vanalega er þetta 60 km/h þarna og því var breytt í 30 km/h á meðan á framkvæmd stendur og eg tok ekki eftir 30 skiltinu. Ég var tekinn á 70 km/h og var sviptur á staðnum i 3 mánuði.“

Greint var frá því í fjölmiðlum síðastliðinn fimmtudag, 26. júní, að fimm ökumenn hefðu verið sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvar þetta þetta vinnusvæði er en um er að ræða vinnusvæðið á Kringlumýrarbraut þar sem áðurnefndur ökumaður var sviptur.

Setur strik í fyrirtækjareksturinn

Segir hann að sviptingin hafi mikil áhrif á hann. Hann reki fyrirtæki sem feli í sér að hann þurfi að skutlast með vörur út um alla borg. Þetta setji strik í reikninginn.

„Sektin var 170 k og ég neitaði öllu og neitaði meðal annars að tjá mig. Ég er búinn að tala við lögfræðing en langaði svona að sjá hvort fleiri hafa lent í þessu,“ segir hann. Nefnir hann að merkingin á svæðinu hafi verið óljós og að trukkur hafi birgt sýn hans fyrir skiltið sem sýndi hámarkshraðann.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég var að keyra aðeins yfir hámarkshraða, en ekki láta eins og þú sért heilagur þarna sjálfur og fylgir hámarkshraða 100 %,“ segir hann. „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það þar sem ég var á vinstri akrein og hann hægri. Vinnan sem er í gangi er á umferðareyjunni en ekki á götunni.“

Skilti lúti ströngum kröfum

Hefur færslan fengið þó nokkra athygli og umræður á samfélagsmiðlinum. Meðal annars er nefnt að merkingar verði að lúta ströngum kröfum þegar hraði sé tekinn niður.

„Ég vann við vegaframkvæmdir í nokkur ár, þegar við þurftum að lækka hraða til lengri tíma þurfti að setja niður skilti eftir alls konar reglum til þess að það væri „löglegt“,“ segir einn.

„Common sense“

Aðrir segja að ökumaðurinn hafi mátt vita að hraðinn hefði verið lækkaður.

„Ég geri ráð fyrir að þú sért ekki alveg blautur bak við eyrun þegar kemur að akstri og þetta eru skýrar og algildar reglur. Alveg „common sense“ dæmi. Það að þú „sást ekki“ skiltið finnst mér mjög slöpp afsökun því eins og annar notandi nefndi, varstu þá að fylgjast nógu vel með og hefðirðu tekið eftir barni eða vinnumanni að beygja sig? Full og óskert athygli er grundvallarkrafa þess að keyra bíl,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“