fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

JT Verk verður að JTV ehf.

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 12:45

Hótel Reykjavík Saga í Lækjargötu í Reykjavík er eitt af verkefnum JTV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið JT Verk, sem hefur sérhæft sig í framkvæmdastjórn við byggingaframkvæmdir, breytti nýverið nafni sínu í JTV. 

Að sögn Jónasar Halldórssonar, stofnanda og forstjóra JTV, var ákveðið fyrir tveimur árum að fara í markvissa stefnumótun til að skerpa áherslur og staðfæra fyrirtækið sem leiðandi í umsjón með byggingaframkvæmdum. Nafnabreytingin var ein afurð þessarar vinnu ásamt því að uppfæra ásýnd með nýju lógói og nýrri vefsíðu, eins og segir í tilkynningu. 

Jónas er verkfræðingur að mennt og á að baki langan feril í byggingariðnaði. Hann vann á verkfræðistofu til margra ára og var meðal annars hönnunarstjóri við byggingu Hörpu áður en hann fluttist til Noregs. Þar starfaði  hann við verkefnastjórn hjá NCC, sem er á meðal fremstu fyrirtækja í byggingariðnaði þar í landi. Þegar Jónas flutti til Íslands 2017 ákvað hann að stofna fyrirtæki byggt á eigin þekkingu og reynslu og innleiða hér á landi þann strúktúr og þau öguðu vinnubrögð við stjórn byggingaframkvæmda sem hann hafði kynnst í Noregi.  

„Góð verkstjórn við byggingaframkvæmdir skiptir höfuðmáli og er eitthvað sem við ættum að leggja mun meiri áherslu á hér á landi,“ segir Jónas og bætir við: „Framkvæmdastjórn við verklegar framkvæmdir er sérstakt fag sem nýtur virðingar víða erlendis því það sparar bæði tíma og fé að láta til þess bæra fagaðila sjá um utanumhald stærri framkvæmda.“

JTV leggur höfuðáherslu á fagmennsku og framúrskarandi gæði ásamt því að verkum sé skilað á réttum tíma og ekki síst að þeim fjárhagslega árangri sem lagt er upp með sé náð. „Í byrjun var þetta eins manns fyrirtæki en við höfum stækkað jafnt og þétt þó við höfum ekki borist mikið á og verkefni hafa að mestu komið út á orðspor fyrirtækisins,“ segir Jónas.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu