fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 11:30

Mennta- og barnamálaráðuneytið er til húsa í Borgartúni. Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ tóku undir harðorða bókun á bæjarstjórnarfundi í gær. Í bókuninni felst hörð gagnrýni og raunar er notað orðið fordæming vegna vinnubragða mennta- og barnamálaráðuneytisins. Samkvæmt bókuninni hefur umsókn frá fræðslustofnuninni Keili, sem staðsett er í bænum, um endurnýjun á því að vera viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi legið inni í ráðuneytinu mánuðum saman. Bókunin var lögð fram og samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs en á bæjarstjórnarfundinum las Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar upp bókunina.

Í bókuninni segir að erindi Keilis hafi legið inni í ráðuneytinu í 20 vikur og að þau vinnubrögð séu fordæmd, enda sé það ekki í samræmi við góða stjórnsýslu. Bæjarráð leggi mikla áherslu á að svokallað fjarnámshlaðborð og opna stúdentsbrautin í Keili verði sem fyrst viðurkennd enda hafi verið unnið í samráði við ráðuneytið að því að endurskilgreina Keili og vinna að fjárhagslegum stöðugleika, og komi það því verulega á óvart að ráðuneytið viðurkenni ekki Keili sem einkaskóla á framhaldsskólastigi.

Höfnun og endurmat

Ferill málsins er rakinn nánar í bókuninni. Þar segir að Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs eins og skólinn heitir fullu nafni hafi óskað eftir endurnýjun á umsókn um að verða viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi til ráðuneytisins 12. nóvember 2024 og bíði enn endanlegra svara. Þann 16. desember hafi borist svar frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þess efnis að umsókn Keilis sé synjað vegna rekstrarvanda skólans síðustu ár og fjárhagsstaða hans sé slík að Keilir uppfylli ekki skilyrði sem lúti að fjárhagsmálefnum og tryggingum. Í bókuninni segir hins vegar að þrátt fyrir að Keilir hafi sýnt fram á að skólinn sé rekstrarlega stöðugur, hafi ekki borist svar við endurmati á umsókninni. Sjö vikur séu síðan óskað hafi verið eftir endurmati í ljósi breyttrar rekstrarstöðu og tæpar 20 vikur séu síðan upphafleg umsókn var send til ráðuneytisins.

Þess má geta að á þessum 20 vikum hafa verið þrír mismunandi ráðherrar í ráðuneytinu.

Segir enn fremur í bókuninni að samstarfssamningur varðandi háskólabrú, hjá Keili, hafi verið gerður við Háskóla Íslands til næstu 4 ára. Það nám falli undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Bæjarráð Reykjanesbæjar fagni þeim samningi og telji farsælt að vera í samstarfi við HÍ um námið.

Að lokum skorar bæjarráð Reykjanesbæjar á ráðherra mennta- og barnamála og þingmenn Suðurkjördæmis að beita sér fyrir því að framtíð náms og námsframboðs á Suðurnesjum verði tryggð.

Eins og áður segir var bókunin lesin upp á bæjarstjórnarfundi í gær og tóku allir bæjarfulltrúar, ellefu talsins, undir hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu